Horfum á ísjakann allan [ritstjórnargrein]

Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Með tilkomu skilunarmeðferðar var hægt að lengja líf sjúklinga með langvarandi alvarlega nýrna­bilun og læknar fóru að fylgjast með áhrifum hennar á mannslíkamann. Árið 1974 birtist grein um rannsókn sem sýndi verulega auk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Árnadóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/9135
Description
Summary:Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Með tilkomu skilunarmeðferðar var hægt að lengja líf sjúklinga með langvarandi alvarlega nýrna­bilun og læknar fóru að fylgjast með áhrifum hennar á mannslíkamann. Árið 1974 birtist grein um rannsókn sem sýndi verulega aukinn sjúkleika og dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá skilunarsjúklingum (1). Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest niðurstöðurnar þannig að enginn vafi leikur á að hætta skilunarsjúklinga á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er margföld miðað við aldur og kyn. Málið vakti lengi enga sérstaka athygli læknastéttarinnar enda skilunarsjúklingar tiltölulega fáir. Síðustu ár hefur athyglin þó í vax­andi mæli beinst að tengslum nýrnasjúkdóma og sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi; tengsl sjást nefnilega ekki eingöngu hjá sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi heldur miklu fyrr í nýrna­bilunarferlinu (2) og eiga líka við um sjúklinga með albúmínmigu (3).