Skútabólga : orsakir og forspárgildi nefræktana

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Skútabólga (sinusitis) er algeng sýking fullorðinna, og benda athuganir vestan hafs til að skútabólga fylgi í kjölfar um 0.5% efri loftvegasýkinga. Litlar upplýsingar eru til um tíðni og orsa...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Erlendsdóttir, Einar Thoroddsen, Sigurður Stefánsson, Magnús Gottfreðsson, Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/87533
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Skútabólga (sinusitis) er algeng sýking fullorðinna, og benda athuganir vestan hafs til að skútabólga fylgi í kjölfar um 0.5% efri loftvegasýkinga. Litlar upplýsingar eru til um tíðni og orsakir sjúkdómsins hérlendis. Tilgangur þessarar athugunar var annars vegar að kanna orsakir skútabólgu meðal fullorðinna hér á landi og hins vegar að kanna forspárgildi ræktana frá nefi um orsök sjúkdómsins. Á tímabilinu febrúar til desember 1987 gerðu háls-, nef- og eymalæknar á Borgarspítala rannsókn á 70 manns með kjálkaholubólgu (28 karlar, 42 konur) á aldrinum 15 til 74 ára í samvinnu við lyfjafyrirtækið Astra (rannsókn I). Megintilgangur rannsóknarinnar var tvíblindur samanburður á virkni cefixíms og cefaclors gegn skútabólgu. Frá September 1988 til desember 1989 var gerð svipuð rannsókn í samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co. á 101 einstaklingi (42 karlar, 59 konur) á aldrinum 16-76 ára í því skyni að bera saman árangur meðferðar með lóracarbef og doxýcýklín (rannsókn II). Enginn einstaklinganna hafði ónæmisbælandi sjúkdóm. Greining var staðfest í öllum tilvikum með röntgenmyndatöku. Sýni var tekið til ræktunar með ástungu á kjálkaholu (undir concha inferior) frá öllum einstaklingum. Hjá 74 einstaklingum í rannsókn II var jafnframt tekið nefstrok til ræktunar. »Jákvætt« nefstrok var skilgreint sem sýni er úr óx sami sýkill og frá ástungu á kjálkaholu. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir þessi tengsl. Hér eru kynntar niðurstöður bakteríuræktana eingöngu, en árangur meðferðar verður kynntur annars staðar. í rannsókn I ræktuðust sjúkdómsvaldandi sýklar frá 36 einstaklingum af 70 (51%) og í rannsókn II frá 57 af 101 (56%). Frá 20 af þeim 93 sýnum sem reyndust jákvæð (21.5%) ræktuðust tvær eða fleiri mismunandi sýklategundir. Sýklar skiptust sem hér segir eftir tegundum: S. pneumoniae (31%), H. influenzae (23%), S. aureus (11%), S. milleri (9%), ...