Offramboð á íslenskum læknum [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í þessu hefti Læknablaðsins rita Kristján Oddsson og Davíð O. Arnar um atvinnuhorfur lækna í Evrópu. Nokkurt atvinnuleysi er meðal lækna í Vestur-Evrópu, en misjafnt eftir löndum. Þótt ekki sé opinbert a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Stefánsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/86996
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í þessu hefti Læknablaðsins rita Kristján Oddsson og Davíð O. Arnar um atvinnuhorfur lækna í Evrópu. Nokkurt atvinnuleysi er meðal lækna í Vestur-Evrópu, en misjafnt eftir löndum. Þótt ekki sé opinbert atvinnuleysi meðal lækna á Íslandi, benda Kristján og Davíð á það, að tæplega fjögur hundruð íslenskir læknar eru við framhaldsnám eða störf erlendis og augljóslega fer því fjarri að allir íslenskir læknar geti fundið störf á Íslandi. Læknum hefur fjölgað í flestum ríkjum Vestur- Evrópu um langt árabil, en víðast hvar hafa læknaskólar og stjórnvöld dregið úr þessari fjölgun og líklega mun nást jafnvægi á vinnumarkaði lækna í Evrópu um eða upp úr næstu aldamótum. Þetta á þó ekki við um Ísland. Íslenskum læknum fjölgar enn og spá Kristján og Davíð því að offramboð á íslenskum læknum verði til staðar fram á fyrstu áratugi næstu aldar.