Þéttni fituprótína í Íslendingum

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í mörg ár hafa mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og kólesteróli í háþéttni fituprótíni (high density lipoprotein, HDL) verið notaðar til að meta áhættu á kransæðasjúkdómum. Apoprótín (apo) AI...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Garðar Sigurðsson, Ásdís Baldursdóttir, Vilmundur Guðnason, Gunnar Sigurðsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
HDL
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/86073
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í mörg ár hafa mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og kólesteróli í háþéttni fituprótíni (high density lipoprotein, HDL) verið notaðar til að meta áhættu á kransæðasjúkdómum. Apoprótín (apo) AI er eitt meginprótín HDL og apo B er meginprótín lágþéttni fituprótíns (low density lipoprotein, LDL). Fituprótín (a) (Lp(a)) samanstendur af apo (a) og LDL. Í nokkrum rannsóknum virtist apo AI hafa sterkt forspárgildi um kransæðastíflu og apo B hafa svipað forspárgildi og heildarkólesteról og LDL-kólesteról. Há gildi af Lp (a) virðast tengd aukinni tíðni á kransæðastíflu. Við mældum apo AI, B og (a) í 317 Íslendingum (151 karli og 166 konum) úr almennu þýði á aldursbilinu 15-79 ára, þar sem meðaldur kynja var svipaður. Að auki voru mæld gildi fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL-kólesteról. LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds. Meðalþéttni apo AI í körlum og konum var 144,9 (±20.6) og 161,7 (±23,5) mg/dl og var marktækur munur milli kynjanna (p<0,001). Meðalþéttni apo B var marktækt hærri í körlum, 120,1 (±25,8) á móti 111,6 (±28.6) mg/dl í konum (p<0,01). Apo B í báðum kynjum (r=0,45-0,62, p<0,001), ásamt apo AI í konum (r=0,26, p<0,01) höfðu marktæka fylgni við aldur. Apo AI hafði sterka fylgni við HDL-kólesteról (r=0,85 og 0,86) (p<0,001), einnig var sterk fylgni milli apo B og LDL-kólesteróls (r=0,89 og 0,95). Lp (a) var ekki normaldreift og mældist meðalþéttni 24,7 (±31,1) mg/dl í körlum en 26,3 (±32.3) mg/dl í konum og var munurinn ekki marktækur. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við þær sem hafa fengist í rannsóknum meðal annarra Evrópuþjóða.