Rannsóknir á hassneyslu Reykjavíkuræskunnar

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Á síðustu tveimur áratugum hefur hassneysla meðal íslenskra ungmenna talsvert verið rannsökuð. Niðurstöður margra helstu rannsókna á þessu sviði hafa enn ekki verið birtar, og ýmsum erfiðleikum er bundið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þóroddur Bjarnason
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/82593
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Á síðustu tveimur áratugum hefur hassneysla meðal íslenskra ungmenna talsvert verið rannsökuð. Niðurstöður margra helstu rannsókna á þessu sviði hafa enn ekki verið birtar, og ýmsum erfiðleikum er bundið að bera saman niðurstöður annarra rannsókna. Í þessari grein eru rakin aðferðafræðileg vandamál sem tengjast túlkun og samanburði á niðurstöðum fíkniefnarannsókna. Jafnframt eru raktar og útfærðar leiðir við að nota vikmörk hlutfalla við að leggja mat á þróun lágra stika í litlu þýði. Gefið er yfirlit yfir helstu rannsóknir, og þær bornar saman eftir því sem hægt er. Árgangagreining á rannsóknaniðurstöðum um útbreiðslu hass meðal 16, 18 og 20 ára skólanema í Reykjavik leiðir í ljós að hassneysla jókst frá fyrri hluta áttunda áratugarins til fyrri hluta þess níunda. Undir lok níunda áratugarins dró verulega úr neyslunni í öllum aldurshópum, en hún virðist vera að aukast á ný meðal framhaldsskólanema. In the last two decades considerable research has been conducted on the use of cannabis among Icelandic youth. Findings of many of the largest research projects in this field have to date not been published, and comparison of other research results is problematic. In this paper some of the methodo-logical problems of interpretation and comparison of drug use research are raised. Ways of using confidence intervals to evaluate low parameters in small populations are presented and elaborated. An over-view of the research projects is presented and results compared where possible. A cohort analysis of cannabis prevalence among \6i 18 and 20 year old students in Reykjavik shows that use of cannabis increased from the early seventies to the early eighties. By the late eighties cannabis use decreased in all three age groups, but may be increasing again among older students.