Bráð miðeyrnabólga

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Sýkingar í efri öndunarvegum eru algengar hér á landi (1,2), sem erlendis (3-5). Vitað er að bráðar miðeyrnabólgur koma oft í kjölfar slíkra sýkinga (6,7) og faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að yfir 60%...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhann Ág. Sigurðsson, Þröstur Laxdal, Karl G. Kristinsson, Atli Dagbjartsson, Þórólfur Guðnason, Ólafur Stefánsson, Friðrik Guðbrandsson, Matthías Halldórsson, Haraldur Briem
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/81676
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Sýkingar í efri öndunarvegum eru algengar hér á landi (1,2), sem erlendis (3-5). Vitað er að bráðar miðeyrnabólgur koma oft í kjölfar slíkra sýkinga (6,7) og faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að yfir 60% barna hafa fengið bráða miðeymabólgu einu sinni eða oftar við tveggja ára aldur (2,8,9). Læknar hér á landi meðhöndla bráða miðeyrnabólgu á mismunandi hátt og svo virðist sem lyfjaval ákvarðist að einhverju leyti af því hvar þeir fá menntun sína (10). Í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að meðhöndla eyrnabólgu með breiðvirku sýklalyfi (3,11), en í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi er að jafnaði gefið fenoxýmetýlpenisillín (5,12,13). Í Hollandi eru hins vegar aðeins mm 30% tilfella meðhöndluð með sýklalyfjum (14). Í þessum löndum hafa ráðleggingar um meðferð verið studdar rannsóknum og reynslu undanfarinna ára. Hér á landi skortir enn haldgóðar upplýsingar um tíðni og næmi helstu orsakavalda eyrnabólgu, en nýlegar athuganir gefa þó vísbendingu um þá helstu (15). Enda þótt ekki sé hægt að gefa algildar læknisfræðilegar ráðleggingar um greiningu og meðferð við eyrnabólgu þykir æskilegt að samræma sem mest læknisfræðilegar ákvarðanir þar að lútandi hér á landi. Slík samræming getur stuðlað að samhæfðari kennslu læknanema, auðveldari samskiptum lækna úr mismunandi sérgreinum, einfaldari fræðslu til sjúklinga og betri áætlanagerð varðandi lyfjanotkun og kostnað. Að frumkvæði landlæknisembættisins var í mars 1991 haldið þing um efri öndunarfærasýkingar með þátttöku sérfróðra aðila úr hinum ýmsu sérgreinum læknisfræðinnar. Höfundar þessarar greinar tóku að sér að leggja mat á þær rannsóknir sem fjalla um bráða miðeyrnabólgu og reynslu lækna hér á landi og freista þess að túlka þær miðað við íslenskar aðstæður. Sérstök áhersla var lögð á að safna saman og leggja mat á íslenskar rannsóknir bæði birtar og óbirtar.