Þýðing og staðfærsla á WASI í úrtaki barna í 1. og 8. bekk grunnskóla

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Stutt greindarpróf Wechslers (WASI, Wechslers Abbreviated Scale of Intelligence) var þýtt og staðfært og síðan lagt fyrir 140 heilbrigð börn í fyrsta (n = 70) og áttunda bekk (n = 70) grunnskóla. Aðeins...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Berglind S. Ásgeirsdóttir, Einar Guðmundsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/80321
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Stutt greindarpróf Wechslers (WASI, Wechslers Abbreviated Scale of Intelligence) var þýtt og staðfært og síðan lagt fyrir 140 heilbrigð börn í fyrsta (n = 70) og áttunda bekk (n = 70) grunnskóla. Aðeins 14% atriða í Rökþrautum (Matrix Reasoning), 17% í Orðskilningi (Vocabulary) og 27% í Líkingum (Similarities) höfðu sömu þyngdarröð í íslenskri þýðingu prófsins og í bandarískri útgáfu þess. Helmingunaráreiðanleiki undirprófa var áþekkur áreiðanleika undirprófanna í Bandaríkjunum. Áreiðanleikastuðlar undirprófanna Orðskilningur, Líkingar og Rökþrautir voru á bilinu 0,82 tíl 0,88. Areiðanleikastuðull Litaflata var 0,76. Meginásaþáttagreining (principal axis factoring) leiddi í ljós tvo þættí sem skýrðu 52,3% af dreifingu undirprófanna fjögurra. Annar þátturinn var munnlegur (Líkingar og Orðskilningur) en hinn verklegur (Rökþrautir og Litafletir). Þáttabygging WASI var því eins á Islandi og í Bandaríkjunum. Almennt benda niðurstöðurnar til þess að WASI henti vel til stöðlunar hérlendis á aldrinum 6 til 16 ára. Wechslers Abbreviated Scale of Intelligence (WASI) was translated and adapted for use in Iceland. 140 healthy children in two age groups were tested using the Icelandic version: the first group of children ranged from six years and seven months to seven years of age (n = 70) and the second group of children ranged from 13 years and seven months to fourteen years of age (n - 70). Only 14% of the items in Matrix Reasoning, 17% in Vocabulary and 27% in Similarities had the same item difficulty as in the American version of the test. Split-half reliabilities of the subtests were similar to the American version. The reliability coefficients for the subtests Vocabulary, Similarities and Matrix Reasoning were 0.82 - 0.88. The split-half reliability coefficient for Block Design was 0.76. Principal axis factoring revealed two factors that explained 52,3% of the total variance of the four subtests. One of the factors ...