Eftirlit og meðferð sjúklinga með langvinna sjúkdóma : er breytinga þörf? [ritstjórnargrein]

Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Á undanförnum áratugum hafa langvinnir sjúkdómar orðið umfangsmesta verkefni heilbrigðisþjónustu Vesturlanda. Framþróun í læknavísindum hefur leitt til bættrar meðferðar sem veldur því að fólk með langvinna sjúkdóma lifir...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigurður Guðundsson, Runólfur Pálsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/7941
Description
Summary:Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Á undanförnum áratugum hafa langvinnir sjúkdómar orðið umfangsmesta verkefni heilbrigðisþjónustu Vesturlanda. Framþróun í læknavísindum hefur leitt til bættrar meðferðar sem veldur því að fólk með langvinna sjúkdóma lifir lengur. Þessum sjúkdómum fylgja þó oft erfið veikindi og há dánartíðni og þeir hafa í för með sér ört vaxandi kostnað sem er smám saman að sliga heilbrigðiskerfi vestrænna þjóða. Mikið hefur verið fjallað um þetta undanfarin ár, einkum í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir einstaklingar með langvinna sjúkdóma fá ófullnægjandi þjónustu (1). Vís­bend­ingar eru um að meðferð langvinnra sjúk­dóma sé ábótavant víðast hvar, meðal annars hér á landi. Þetta mál var til umræðu á Læknadögum í janúar síðastliðnum og er greint frá því í þessu tölublaði Læknablaðsins (2).