1953-1993 : Blóðbankinn 40 ára

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Tuttugasta öldin hefur verið kölluð ýmsum nöfnum eins og atómöld, geimferðaöld og öld erfðafræðinnar vegna mikilla viðburða í þeirri grein á seinustu árum. Erfðafræðin hefur veitt mikilvæga leiðsögn í læ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólafur Jensson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/75899
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Tuttugasta öldin hefur verið kölluð ýmsum nöfnum eins og atómöld, geimferðaöld og öld erfðafræðinnar vegna mikilla viðburða í þeirri grein á seinustu árum. Erfðafræðin hefur veitt mikilvæga leiðsögn í læknisfræðinni frá síðustu aldamótum. Austurríski læknirinn Karl Landsteiner gerði grein fyrir ABO blóðflokkakerfmu um aldamótin 1900 og áratugi síðar, árið 1910, var sýnt fram á að þetta blóðflokkakerfi hagaði sér samkvæmt erfðalögmáli Mendels. Þessi þekking gerði sig gildandi með tvennum hætti í fyrra heimsstríði. Í fyrsta lagi var hægt að bjarga mannslífum með blóðgjöf, sem var valin samkvæmt réttum ABO blóðflokki. Í öðru lagi var greindur mismunur í blóðflokkatíðni eftir þjóðerni. Stofnerfðafræðin varð til, þegar Lúðvík og Hanka, kona hans, Hirschfeld greindu mismunandi tíðni ABO blóðflokka hjá hermönnum af ólíku þjóðerni á Makedóníuvígstöðvunum 1917 og birtu sígilda grein um niðurstöðurnar í Lancet 1919. Frá þessum tíma hafa blóðflokkarnir skipað tignarsess í mannerfðafræði og læknisfræði. Fyrsti íslenski læknirinn sem greindi blóðflokka hérlendis var Stefán Jónsson meinafræðingur. Hann rannsakaði um 800 Íslendinga árið 1921 og komst að þeirri niðurstöðu að O blóðflokkurinn væri tiltölulega algengur hjá Íslendingum í samanburði við það sem fannst hjá Dönum. Prófessor Niels Dungal hafði alla tíð mikinn áhuga á blóðflokkafræðum og skrifaði hann grein um þau þegar 1928 og notaði blóðflokkun við lausn mála í réttarlæknisfræði. Árið 1935 hófu Roverskátar hérlendis skipulagt blóðgjafastarf undir leiðsögn Guðmundar Thoroddsen prófessors á handlækningadeild Landspítalans. Þeir sóttu fyrirmynd að stofnun blóðgjafasveitar til danskra skáta sem höfðu verið brautryðjendur á þessu sviði í Danmörku. Blóðgjafasveit skáta var öðrum fyrirmynd þar til Blóðbankinn var stofnaður og reyndar lengi eftir það.