Nýgengi ristilkrabbameins eykst, enn meiri þörf er á skimun [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í grein Péturs Snæbjörnssonar og félaga í Læknablaðinu kemur fram að tíðni ristilkrabbameins hefur aukist hér á landi. Þreföldun er á nýgengi hjá körlum og tvöföldun hjá konum á árabilinu 1955-2004. Nú g...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Friðbjörn Sigurðsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/75120
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í grein Péturs Snæbjörnssonar og félaga í Læknablaðinu kemur fram að tíðni ristilkrabbameins hefur aukist hér á landi. Þreföldun er á nýgengi hjá körlum og tvöföldun hjá konum á árabilinu 1955-2004. Nú greinast að meðaltali 134 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi (KRE).1 Sjúkdómurinn er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins 55-60%. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkum sjúklingasamtökum, góðri vitund í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu.