Kostnaðarvitund ­og siðferðisvitund [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Heilbrigðiskerfið er að mestu fjármagnað af ríkissjóði. Staða hans er slæm og byrði ríkisskulda mun óhjákvæmilega aukast á næstu árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt að ráðamönnum að mæta hallanum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/73014
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Heilbrigðiskerfið er að mestu fjármagnað af ríkissjóði. Staða hans er slæm og byrði ríkisskulda mun óhjákvæmilega aukast á næstu árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt að ráðamönnum að mæta hallanum með afgerandi hætti og ná tökum á ríkisfjármálunum. Niðurskurður og sparnaður eru oft nefnd sem nauðsynleg úrræði. Spurning er hvort byggja megi á hugtakinu hagræðing þegar tekið er á vandanum. En hvað felst í hagræðingu? Heilbrigðisþjónustan á ekki einungis að vera árangursrík, heldur á sem mest að fást fyrir þau verðmæti sem til hennar er varið. Á þeim grunni verður að velja og hafna. Ég er þeirrar „óvenjulegu“ skoðunar að rekstur eigi að vera hagkvæmur jafnt í góðæri sem í harðæri. Jafnvel á tímum þegar samfélagið hefur mikið handa á milli þarf að horfa í hverja krónu. Hættan er mest þegar hugurinn er veikastur. Í harðæri er ráðdeild óhjákvæmileg og því sársaukafyllri sem bruðl undangenginna ára var meira. Af þessum sökum á alltaf að staldra við kostnað, hvaða nafni sem hann nefnist – vega hann og meta. Staðreyndin er sú að það er fleira sem veitir okkur velferð og ánægju en heilsa. Þess vegna er réttlætanlegt að takmarka heilsuframleiðslu. Við verðum því að finna leið til þess að ákvarða hvaða heilbrigðisþjónustu við veitum og hvar mörkin eigi að liggja milli heilsu og annarra gæða sem veita fólki hamingjuríkt líf. Sá á kvölina sem á völina!