Er tilvísanakerfið nauðsyn í heilbrigðisþjónustunni? [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Tilvísanakerfi er boðað. Mikill meirihluti lækna andmælir. Læknar senda hverjir öðrum skeyti. Miðið er slæmt. Læknar ætla ekki að særa hvern annan og skotin geiga. En skrattanum er skemmt. Í miðri orrahr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sverrir Bergmann
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/69016
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Tilvísanakerfi er boðað. Mikill meirihluti lækna andmælir. Læknar senda hverjir öðrum skeyti. Miðið er slæmt. Læknar ætla ekki að særa hvern annan og skotin geiga. En skrattanum er skemmt. Í miðri orrahríðinni lýsir ráðherra heilbrigðismála því yfir að átta af hverjum tíu læknum á Íslandi, að minnsta kosti, kunni ekki að skilgreina heilbrigðisvanda fólks. Að þessi sami mikli meirihluti læknastéttarinnar sé svo ótrúverðugur að honum verði ekki treyst til þess að skipuleggja rannsóknir og meðferð. Nema inni á stofnunum eða eftir fyrirmælum og undir eftirliti þess minnihluta kolleganna sem telur innan við fimmtung stéttarinnar. Heilbrigð skynsemi finnur til. Málið er ekki flókið. Tilgangur ráðamanna með tilvísanakerfi er sá einn að draga úr komum sjúklinga til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, og það fyrir tilstilli heimilislækna, eða þurfa ekki að taka þátt í greiðslu nema fyrir hluta af þessum komum enda verði reglum tilvísanakerfisins ekki fylgt. Prýða má búninginn orðskrúði en fötin eru ekki úr öðru klæði gerð. Skipulag heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi hefur byggst á okkar eigin forsendum. Það hefur orðið til fyrir okkur sjálf og miðast við aðstæður okkar. Við höfum haft tilvísanakerfi. Það byggði á trausti til allra lækna og á jöfnum rétti okkar allra. Við höfum verið án þessa kerfis í áratug og byggt á sömu forsendum. Með ákvæðum hins nýja tilvísanakerfis verður grundvallarbreyting á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Hún kemur öllum læknum við. Þremur spurningum verður hver læknir að svara: 1.- Þarfnast núverandi heilbrigðiskerfi lagfæringa með tilvísunum? 2.- Felst sparnaður og hagkvæmni í tilvísanakerfi? 3. - Verður mikilvægum faglegum markmiðum aðeins náð með tilvísanakerfi? Læknar hafa siðferðilegar skyldur og geta ekki setið til hlés í umræðunni og hafa enda ekki gert það. Við erum öll kölluð til ábyrgðar. Ef svar við ofangreindum spurningum er já ber okkur að styðja það tilvísanakerfi sem nú er boðað ...