Geðræn líðan íslenskra ungmenna: Tengsl við vinnu með skóla?

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download INNGANGUR Geðræn vanlíðan ungmenna hefur aukist á undanförnum árum. Hætta er á að geðræn vanlíðan og veikindi á ungli...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Margrét Einarsdóttir, Ásta Snorradóttir
Other Authors: 1 Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, 2 félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/621558
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download INNGANGUR Geðræn vanlíðan ungmenna hefur aukist á undanförnum árum. Hætta er á að geðræn vanlíðan og veikindi á unglingsárum þróist yfir í langvarandi veikindi á fullorðinsárum. Þá hefur vinna ungmenna með skóla aukist á síðustu áratugum. Rannsóknir skortir hins vegar á tengslum geðrænnar líðanar ungmenna og vinnu með skóla. MARKMIÐ Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl 6 einkenna geðrænnar líðanar (þreyta eftir fullan nætursvefn, þunglyndi, kvíði/spenna, áhyggjur/dapurleiki og fjölþætt geðræn vanlíðan) við umfang vinnu með skóla meðal íslenskra ungmenna eftir kyni, aldri og fjárhagsstöðu foreldra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin byggðist á norrænum spurningalista um sjálfsmat geðrænnar líðanar. Rannsóknin var lögð fyrir 2800 ungmenni á aldrinum 13-19 ára, slembivalin úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 48,6%. Spurt var hversu oft ungmennin fundu fyrir geðrænum einkennum síðasta árið og þeim skipt niður í þrjá hópa þeirra sem ekki vinna með skóla, eru í hóflegri vinnu með skóla og í mikill vinnu. Marktækni var mæld með tvíbreytuprófum (Pearsons kí-kvaðrat). NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar sýna kynjamun í tengslunum milli umfangs vinnu með skóla og geðrænnar líðanar. Stelpur sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir geðrænni vanlíðan en stelpur sem vinna ekki með skóla en engin tengsl mælast í hópi drengja. Einnig koma fram tengsl við aukna geðræna vanlíðan í hópi 13-15 ungmenna ára og í hópi þeirra sem eiga foreldra sem eru vel stæðir fjárhagslega. ÁLYKTUN Mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar stuðli að því að vinna ungmenna með skóla sé hófleg og að ungmennin sjálf fái vinnuverndarfræðslu og geti þannig betur áttað sig á tengslum vinnunnar við geðræna heilsu. INTRODUCTION: Adolescent mental health problems have increased in recent years, and such problems may predispose the adolescent to ...