Algengi og áhættuþættir lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download INNGANGUR Til að hámarka nýtingu gjörgæslurýma er mikilvægt að þekkja algengi og áhættuþætti lengdrar dvalar á gjörgæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erla Liu Ting Gunnarsdóttir, Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir, Alexandra Aldís Heimisdóttir, Sunna Rún Heiðarsdóttir, Sólveig Helgadóttir, Tómas Guðbjartsson, Martin Ingi Sigurðsson
Other Authors: 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 svæfinga- og gjörgæsludeild Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum í Svíþjóð, 3 hjarta- og lungnaskurðdeild, 4 svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/621398
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download INNGANGUR Til að hámarka nýtingu gjörgæslurýma er mikilvægt að þekkja algengi og áhættuþætti lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður hér á landi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018. Skráðar voru upplýsingar um heilsufar sjúklinganna, aðgerðartengda þætti og fylgikvilla eftir aðgerðina. Sjúklingar sem lágu á gjörgæslu í eina nótt voru bornir saman við þá sem lágu þar tvær nætur eða lengur. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meiers. Forspárþættir dvalarlengdar á gjörgæslu voru fundnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu og niðurstöðurnar notaðar til að útbúa reiknivél sem áætlar líkur á lengri gjörgæsludvöl. NIÐURSTÖÐUR Af 2177 sjúklingum þurftu 20% gjörgæsludvöl í tvær nætur eða lengur. Sjúklingar sem lágu tvær eða fleiri nætur á gjörgæslu voru oftar konur (23% á móti 16%, p=0,001). Þessir sjúklingar höfðu einnig oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms og fyrri sögu um aðra hjartasjúkdóma eins og hjartabilun, lokusjúkdóma og skert útstreymisbrot vinstri slegils. Auk þess var EuroSCORE II gildi þeirra hærra (4,7 á móti 1,9, p<0,001) og höfðu þeir oftar skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (30% á móti 16%, p<0,001) og þurftu frekar á bráðaaðgerð að halda (18% á móti 2%, p<0,001). Sjúklingar sem dvöldu tvær nætur eða lengur höfðu hærri tíðni skammog langtímafylgikvilla og verri langtímalifun en sjúklingar í viðmiðunarhópi (78% á móti 93% lifun 5 árum frá aðgerð, p<0,0001). Sjálfstæðir áhættuþættir lengri gjörgæsludvalar voru aldur, kyn, EuroSCORE II gildi, fyrri saga um aðra hjartasjúkdóma, skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. ÁLYKTANIR Fimmti hver sjúklingur þarf gjörgæsludvöl í tvær eða fleiri nætur eftir kransæðahjáveitu á Landspítala. Ýmsir áhættuþættir ...