Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download INNGANGUR Vanþroski minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤1000 g) veldur aukinni hættu á röskun í þroska miðtaugakerfi...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Olga Sigurðardóttir, Kristín Leifsdóttir, Þórður Þórkelsson, Ingibjörg Georgsdóttir
Other Authors: 1 Karolinska-sjúkrahúsinu Stokkhólmi, Svíþjóð, 2 Barnaspítala Hringsins Landspítala, 3 læknadeild Háskóla Íslands, 4 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/621290
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download INNGANGUR Vanþroski minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤1000 g) veldur aukinni hættu á röskun í þroska miðtaugakerfis. Afleiðingarnar geta verið skertur hreyfi- og vitsmunaþroski, sjón- og heyrnarskerðing, námserfiðleikar, hegðunarvandi og einhverfurófsröskun. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna algengi þroskafrávika og hömlunar hjá minnstu fyrirburunum á Íslandi á 25 ára tímabili og meta hvaða klínísku þættir spá fyrir um hömlun hjá þeim. EFNIVIÐUR OGAÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem fæddust á Íslandi 1988-2012, voru ≤1000 g við fæðingu og útskrifuðust á lífi. Rannsóknarhópurinn var sóttur í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins. Upplýsingar voru fengnar úr Vökuskrá, sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra ásamt gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. NIÐURSTÖÐUR Af 189 börnum voru 45 (24%) með staðfest þroskafrávik, 13 (7%) með væg frávik og 32 (17%) alvarleg frávik (hömlun) við 3-6 ára aldur. Áhættuþættir fyrir hömlun voru fjölburafæðing (ÁH 2,21; 95% ÖB: 1,19-4,09), Apgar <5 eftir eina mínútu (ÁH 2,40; 95% ÖB: 1,14-5,07), ef fæðugjöf í sondu hófst meira en fjórum dögum eftir fæðingu (ÁH 2,14; 95% ÖB: 1,11-4,11), ef fullu fæði var náð eftir meira en 21 dag (ÁH 2,15; 95% ÖB: 1,11-4,15), lungnabólga á nýburaskeiði (ÁH 3,61; 95% ÖB: 1,98-6,57) og PVL (ÁH 4,84; 95% ÖB: 2,81-8,34). ÁLYKTUN Meirihluti minnstu fyrirburanna glímir ekki við alvarleg þroskafrávik. Hlutfall barna með hömlun í þessari rannsókn er sambærilegt við niðurstöður annarra íslenskra og erlendra rannsókna en hlutfall vægari þroskafrávika í þýðinu er líklega vanmetið. Áhættuþættir hömlunar í þessari rannsókn eiga sér hliðstæðu í erlendum rannsóknum. Introduction: Extremely low birth weight (ELBW) children (birth weight ≤1000 g) are at risk of adverse neurodevelopmental outcome. The objectives of this study were to determine the ...