Árangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á Íslandi

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sverrir I. Gunnarsson, Kristinn B. Jóhannsson, Marta Guðjónsdóttir, Steinn Jónsson, Hans J. Beck, Björn Magnússon, Tómas Guðbjartsson
Other Authors: 1) 2) 7) Hjarta- og lungnaskurðdeild, 4) lungnadeild Landspítala, 3)5) hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 6) Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, 7) læknadeild HÍ.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620831
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungnaþembu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungnasmækkunaraðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala 1996-2008. Allir sjúklingarnir voru með lungnaþembu á háu stigi og aðgerðirnar gerðar í gegnum bringubeinsskurð. Fyrir aðgerð luku allir sjúklingarnir lungnaendurhæfingu. Mælingar á lungnastarfsemi, blóðgösum og þoli voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Lifun var könnuð með aðferð Kaplan-Meier og meðaleftirfylgd var 8,7 ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 59,2 ± 5,9 ár og áttu allir sjúklingarnir sér langa reykingasögu. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og lifun einu, fimm og tíu árum frá aðgerð var 100%, 93% og 63%. Eftir aðgerð hækkaði fráblástur á einni sekúndu (FEV1) um 35% (p<0,001), hámarksfráblástur (FVC) um 14% (p<0,05) og lungnarúmmál (TLC) og loftleif (RV) lækkuðu einnig (p<0,05). Hlutþrýstingur CO2 í slagæðablóði lækkaði einnig eftir aðgerð en hlutþrýstingur O2 hélst óbreyttur. Hvorki mældust marktækar breytingar á loftdreifiprófi, þoli né hámarksafkastagetu eftir aðgerð. Algengasti fylgikvilli eftir aðgerð var loftleki (n=7). Fimm sjúklingar gengust undir enduraðgerð, oftast vegna loss á bringubeini (n=4). Ályktun: Lungnastarfsemi batnaði marktækt eftir lungnasmækkun með hækkun á FEV1 og FVC, auk lækkunar á lungnarúmmáli og koltvísýringi í blóði. Lifun var svipuð og í erlendum rannsóknum, þó svo að tíðni fylgikvilla og enduraðgerða í þessum rannsóknarhópi væri há. Introduction: Lung volume reduction surgery (LVRS) can benefit patients with severe emphysema. The aim of this study was to evaluate the outcome of LVRS performed in Iceland. Materials and methods: A ...