Burðarmálsdauði á Íslandi 1988-2017

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files Inngangur Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Tíðni bu...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Ragnhildur Hauksdóttir, Þórður Þórkelsson, Gestur Pálsson, Ragnheiður I Bjarnadóttir
Other Authors: Ragnhildur Hauksdóttir 1,4, Þórður Þórkelsson 1,2,3, Gestur Pálsson 1,2,3, Ragnheiður I. Bjarnadóttir 1,2,4 -1 Landspítali, 2 læknadeild Háskóla Íslands, 3 Barnaspítala Hringsins, 4 kvennadeild Landspítala.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620685
https://doi.org/10.17992/lbl
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files Inngangur Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Tíðni burðarmálsdauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmálsdauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum, einkum til að meta hvort hugsanlega sé hægt að lækka tíðnina enn frekar. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1988-2017. Upplýsingar um þau börn sem dóu á burðarmálsskeiði voru fengnar úr Fæðingaskrá og þau flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerfi, sem byggist á að skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja. Breyting á burðarmálsdauða var reiknuð út sem árleg prósentubreyting með Poisson-aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður Tíðni burðarmálsdauða lækkaði að meðaltali um 3,3% (p<0,001) á ári á tímabilinu miðað við ≥28+0 vikna meðgöngu. Börnum sem létust vegna meðfæddra galla fækkaði um 4,8% (p=0,001) á ári. Andvana fæðingum vaxtarskertra einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu fækkaði um 3,1% (p=0,029) á ári. Andvana fæðingum einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu sem voru ekki vaxtarskertir fækkaði ekki marktækt. Ályktun Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækkað og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar. Mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnkaðra hreyfinga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar ástæða þykir til. Introduction Perinatal mortality refers to stillbirth and neonatal death during the first week of life. Recently perinatal mortality rate in Iceland has been among the lowest in the world. ...