Offitumeðferð barna í Heilsuskóla Barnaspítalans: Breytingar á algengi ADHD, einhverfu, kvíða og þunglyndis

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink at the top of the page marked Files Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn með taugaþroskaraskanir (einhverfurófsröskun og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD)) eru líklegri til að vera í offituflokki en börn án...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigrún Þorsteinsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Ragnar Bjarnason, Tryggvi Helgason, Anna Sigríður Ólafsdóttir
Other Authors: Barnaspítali Hringsins, Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620543
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink at the top of the page marked Files Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn með taugaþroskaraskanir (einhverfurófsröskun og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD)) eru líklegri til að vera í offituflokki en börn án þessara raskana. Einnig eru börn með þunglyndi og kvíðaraskanir líklegri til að vera með offitu en börn án þessara raskana. Rannsóknir vantar á tíðni þessara raskana hjá íslenskum börnum í offituflokki. Markmið rannsóknar var að meta tíðni fylgiraskana barna sem vísað var í offitumeðferð til Heilsuskóla Barnaspítalans á árunum 2011-2016 sem og breytingar í tíðni raskana á tímabilinu. Rannsóknin var afturvirk og byggð á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr sjúkraskrám 379 barna með offitu á aldrinum 4-18 ára. Í inntökuviðtali fengust bakgrunnsupplýsingar um foreldra, þyngdarstöðu barna (skipt í <3,5 og ≥3,5 LÞS-SFS), greiningar, hegðun, líðan og fleira. Upplýsingar voru færðar í REDCap gagnagrunn og unnið úr þeim í tölfræðiforritinu SPSS. Niðurstöður sýndu að hlutfall fylgiraskana er hátt hjá börnum sem koma í offitumeðferð. Aukning varð í hlutfalli barna með kvíða, ADHD, einhverfu og námserfiðleika en ekki þunglyndi á milli áranna 2011/12 og 2015/16. Börnum með ADHD fjölgaði mest. Tvöfaldar líkur voru á að börn með þunglyndi eða einhverfurófsröskun væru í hærri þyngdarflokki eða minnst 3,5 staðalfráviksstigum yfir líkamsþyngdarstuðli (LÞS-SFS) samanborið við börn án sömu raskana. Börn með ADHD og einhverfu voru 3,2 sinnum líklegri til að vera ≥3,5 LÞS-SFS en börn með kvíða eða ADHD með kvíða voru 1,8 sinnum líklegri til þess. Börn með kvíða voru tvisvar sinnum líklegri til að detta úr meðferð strax eftir inntökuviðtal og börn með þunglyndi voru þrisvar sinnum líklegri til þess. - Children with neurodevelopmental disorders such as Attention/Deficit Hyperactive Disorder (ADHD) and Autism Spectrum Disorder (ASD) are more likely to be obese than children without these disorders, especially when comorbid with ...