Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols hjá börnum á leikskólum Reykjavíkurborg...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Aðalheiður Rán Þrastardóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Jóhanna Torfadóttir
Other Authors: 1 Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2 Landspítala, 3 Háskóla Íslands.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620435
https://doi.org/10.17992/lbl.2018.01.168
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols hjá börnum á leikskólum Reykjavíkurborgar og hversu vel leikskólar standa að því að hafa umhverfi barna með fæðuofnæmi sem öruggast. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti útbúinn fyrir þessa rannsókn var sendur til 65 leikskóla Reykjavíkurborgar árið 2014. Svör fengust frá 49 leikskólum (75%) með 4225 börn. Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols var metið út frá fjölda læknisvottorða sem afhent voru til leikskólanna. Lýsandi tölfræði var notuð til að meta hvort ferlar væru til staðar fyrir börn með fæðuofnæmi/-óþol á leikskólum og hvort þeir tengdust menntun leikskólastjóra, menntun starfsmanns í eldhúsi og fjölda barna á leikskólanum. Niðurstöður: Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols var 5%, bráðaofnæmis 1% og fjölfæðuofnæmis 1% samkvæmt læknisvottorðum. Mjólkuróþol var algengast (2%) en þar næst mjólkurofnæmi (2%) og eggjaofnæmi (1%). Allir leikskólar nema einn voru með börn með fæðuofnæmi og/eða -óþol. Tæpur helmingur leikskólanna (41%) var með viðbragðsáætlun til að fara eftir ef barn skyldi fyrir slysni fá ofnæmisvaka með fæðunni. Aðeins 55% leikskóla með barn með bráðaofnæmi sögðu allt starfsfólk sitt þekkja einkenni ofnæmiskasts og aðeins 64% þeirra sögðu starfsfólk sitt upplýst og þjálfað í viðbrögðum við ofnæmiskasti. Engin marktæk tengsl voru á milli menntunar leikskólastjóra, starfsmanns í eldhúsi og fjölda barna á leikskóla og hvernig staðið var að málum barna með fæðuofnæmi/-óþol. Ályktun: Fimm prósent leikskólabarna í rannsókninni voru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol í Reykjavík. Í 59% leikskóla skorti viðbragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi. Introduction: The aim of the study was to explore prevalence of food allergies and intolerances among children in preschools in Reykjavik, Iceland. Also, to investigate how well preschools maintain a safe ...