Geislaálag barna í tölvusneiðmyndum á Íslandi

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files Inngangur: Það er mikilvægt að þekkja geislaálag sjúklinga vegna tölvusneiðmyndarannsókna (TS) og markmið þessarar ranns...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Jónína Guðjónsdóttir, Arna Björk Jónsdóttir
Other Authors: 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Geislavarnir ríkisins
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620343
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.11.160
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files Inngangur: Það er mikilvægt að þekkja geislaálag sjúklinga vegna tölvusneiðmyndarannsókna (TS) og markmið þessarar rannsóknar var að meta geislaálag barna í TS á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Allar TS af börnum (yngri en 18 ára) á Landspítala á tímabilinu 1. febrúar 2016 til 1. febrúar 2017 voru skoðaðar í myndageymslu og aldur barns, tegund rannsóknar og heildar lengdargeislun skráð. Einnig var heildarfjöldi TS kannaður. Hlutfall rannsókna af börnum var reiknað, tíðni mismunandi rannsókna og fyrir þrjár þær algengustu var meðaltal lengdargeislunar reiknað og meðalgeislaálag áætlað fyrir 5 aldurshópa. Niðurstöður: Á tímabilinu voru gerðar 662 TS af börnum, eða 3,6% af heildarfjölda. Þrjár algengustu rannsóknirnar voru af höfði (40,3%), kvið (15,6%) og brjóstholi (10,3%). Meðalgeislaálag þessara þriggja rannsókna var, í sömu röð, fyrir börn yngri en fjögurra mánaða: 5,3/4,9/3,0 mSv; fjögurra mánaða til yngri en þriggja ára: 4,2/5,5/1,9 mSv; þriggja ára til yngri en átta ára: 2,7/ 3,4/1,0 mSv; átta ára til yngri en 15 ára: 3,2/4,4/1,0 mSv og 15 ára til yngri en 18 ára: 2,1/6,5/3,3 mSv. Meðaltal lengdargeislunar var í flestum tilvikum yfir evrópskum viðmiðunarmörkum. Ályktun: Vert er að kanna hvort hægt er að minnka geislaálag barna í TS og beina ætti sjónum að stærðarleiðréttum geislaskammti í slíkri vinnu. Ástæða er til að ætla að aukið eigið eftirlit með geislaskömmtum myndi skila sér í jafnari gæðum og minna geislaálagi. Introduction: It is important to know the effective dose from computed tomography (CT) examinations. The aim of this study was to evaluate the effective dose from pediatric CT examinations in Iceland. Materials and method: For all pediatric CT exams (children < 18 years) performed during one year (1.2.2016 till 1.2.2017), data on age, examination type and dose length product was retrospectively collected from the ...