Strok á geðdeildum Landspítalans: Tíðni og aðdragandi

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Tilgangur: Að rannsaka hve oft sjúklingar á geðdeildum Landspítalans struku á einu ári og hver aðdragandi stroksins var. Aðferð: Þátttakendur voru 14 starfsmenn á geðsviði Landspítala og átta sjúklingar s...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jón Snorrason, Hjalti Einarsson, Guðmundur Sævar Sævarsson, Jón Friðrik Sigurðsson
Other Authors: 1) 2) 3) Landspítala 4) Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 2017
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620163
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Tilgangur: Að rannsaka hve oft sjúklingar á geðdeildum Landspítalans struku á einu ári og hver aðdragandi stroksins var. Aðferð: Þátttakendur voru 14 starfsmenn á geðsviði Landspítala og átta sjúklingar sem struku. Beitt var blandaðri aðferð (mixed method), þ.e. bæði eigindlegri og megindlegri. Aðferð grundaðrar kenningar var beitt við greiningu eigindlegra gagna. Gagna var aflað úr hjúkrunar- og sjúkraskrám og slysa- og atvikaskrám, en jafnframt var safnað upplýsingum um fjölda sjúklinga sem struku, af hvaða deild þeir struku, hvaða dag og á hvaða tíma dags þeir struku, hversu lengi strok þeirra stóð hverju sinni, hvert þeir fóru, hvað þeir gerðu, hvenær þeir komu aftur á deild og hver sjúkdómsgreining þeirra var. Niðurstöður: 34 sjúklingar struku samtals 84 sinnum á einu ári. Helsti aðdragandi stroks tveimur sólarhringum áður var löngun sjúklinga í vímuefni, beiting aðhaldsaðgerða, aflétting aðhaldsaðgerða og strokatferli sjúklinga. Ályktanir: Fáir sjúklingar eru á bak við allar strokferðir á geðdeildum Landspítalans. Sé miðað við erlendar rannsóknir er strok frekar fátítt hérlendis. Þótt aðdragandi stroks sé oft og tíðum sjáanlegur þegar vel er að gáð getur verið erfitt að koma alveg í veg fyrir það. Lykilorð: Strok af geðdeildum, tíðni, aðdragandi, blönduð rannsóknaraðferð. Aim: To investigate the frequency of absconding from psychiatric wards at Landspitali – The National University Hospital in Iceland over a one year period and its antecedents. Method: The participants were 14 staff members at the Mental Health Services at Landspítali -The National University Hospital in Iceland and eight patients who absconded. Mixed method was used, e.g. both qualitative and quantitative methods. Methods of grounded theory were used analysing qualitative data. Data was collected from nursing and medical records and accident and incident records and also about number of ...