Heimilislækningar á Íslandi og í Noregi: Reynsla lækna af ólíku fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustu í löndunum tveimur

Inngangur: Flestir heimilislæknar á Íslandi vinna hjá hinu opinbera á föstum launum, en í Noregi starfa flestir heimilislæknar sjálfstætt á einkareknum stofum, þar sem greitt er fyrir skráningu á lækninn og hvert viðvik. Í Noregi er stuðst við tilvísanakerfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upp...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Héðinn Sigurðsson, Sunna Gestsdóttir, Kristján G.Guðmundsson, Sigríður Halldórsdóttir
Other Authors: 1 Heilsugæslunni Glæsibæ, 2 menntavísindasviði Háskóla Íslands, 3 Reykjalundi, 4 heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620121
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.03.127
Description
Summary:Inngangur: Flestir heimilislæknar á Íslandi vinna hjá hinu opinbera á föstum launum, en í Noregi starfa flestir heimilislæknar sjálfstætt á einkareknum stofum, þar sem greitt er fyrir skráningu á lækninn og hvert viðvik. Í Noregi er stuðst við tilvísanakerfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði í Noregi og á Íslandi, nýta reynslu þeirra og stuðla þannig að umbótum í íslenskri heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efniviður og aðferð: Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 16 íslenska heimilislækna starfandi á Íslandi á rannsóknartímanum árin 2009-2010. Frá heimkomu læknanna frá Noregi voru liðin tvö til tíu ár. Eigindlegri aðferðafræði, Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði, var beitt, þar sem leitast er við að auka skilning á mannlegum fyrirbærum og reynslu í þeim tilgangi að bæta þjónustu, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður: Læknarnir ræddu kosti opinbers reksturs, einkarekins og blandaðs kerfis. Kostir norska heilbrigðiskerfisins, að mati þátttakenda, er að þar hafa allir sinn heimilislækni og þannig næst góð yfirsýn yfir heilsuvanda fólks. Í Noregi er heimilislæknirinn hliðvörður fyrir sérhæfða læknisþjónustu og góð upplýsingagjöf er á milli þjónustustiga sem hindrar tvíverknað. Meiri skilvirkni var í læknaþjónustunni í Noregi að mati læknanna. Það sem einkennir íslenska heilbrigðiskerfið utan sjúkrahúsa er mikið streymi sjúklinga til sérgreinalækna án tilvísana frá heimilislæknum. Áberandi er álag á vaktþjónustu utan dagvinnutíma. Þá er miðlægri skráningu sjúklinga í heilsugæslu á Íslandi ábótavant og sjúkrarskrárkerfið lakara. Ályktun: Það er samdóma álit viðmælenda að betur sé búið að heimilislækningum í Noregi en á Íslandi og heilbrigðisþjónustan skilvirkari. Þeir telja einnig að til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi sé brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Þegar gerðar eru breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu er mikilvægt að líta til reynslu nágrannaþjóða þar sem vel hefur tekist til við skipulag ...