Meðferð lifrarbólgu C með peg-interferóni og ríbavíríni á Íslandi 2002-2012

Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinns lifrarsjúkdóms og skorpulifrar á Vesturlöndum. Lyfjameðferð beinist að því að uppræta veiruna og sjúklingar teljast læknaðir ef RNA veirunnar er ekki mælanlegt í sermi 12-24 vikum eftir að meðferð lýkur. Markmið þessarar rannsóknar var að ka...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Benedikt Friðriksson, Óttar Már Bergmann, Sigurður Ólafsson
Other Authors: Lyflæknissviði Landspítala, meltingarlækningaeiningu Landspítala, , meltingarlækningaeiningu Landspítala
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620120
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.03.126
Description
Summary:Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinns lifrarsjúkdóms og skorpulifrar á Vesturlöndum. Lyfjameðferð beinist að því að uppræta veiruna og sjúklingar teljast læknaðir ef RNA veirunnar er ekki mælanlegt í sermi 12-24 vikum eftir að meðferð lýkur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur lyfjameðferðar við lifrarbólgu C á Íslandi á árunum 2002-2012. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og náði til allra sjúklinga með lifrarbólgu C sem voru meðhöndlaðir með peg-interferóni og ríbavíríni á tímabilinu 2002 til 2012 á Landspítala og höfðu ekki fengið meðferð áður. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og frá apóteki Landspítala. Niðurstöður: Sjúklingar voru alls 207, 136 karlar (66%) og 71 kona (34%). Meðalaldur við upphaf meðferðar var 38 ár (bil 17-66). 71 sjúklingur (34%) hafði veiru af arfgerð 1, 135 (65%) höfðu arfgerð 3 og einn arfgerð 2. Hjá 147 sjúklingum (71%) sem hófu meðferð náðist að uppræta veiruna. Sjúklingar með veiru af arfgerð 3 læknuðust í 77,8% tilvika og sjúklingar með arfgerð 1 í 57,7% tilvika. Sjúklingar eldri en 45 ára læknuðust í 53% tilvika en yngri sjúklingar læknuðust í 78% tilvika. Níu sjúklingar (4%) voru með skorpulifur og þriðjungur þeirra losnaði við veiruna. Alls lauk 161 sjúklingur meðferð samkvæmt áætlun, af henni hlaust lækning hjá 87,5% sjúklinga með arfgerð 3 og 77,1% sjúklinga með arfgerð 1. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna nokkru betri árangur meðferðar á Íslandi miðað við erlendar rannsóknir. Góður árangur gæti að hluta skýrst af lágum aldri sjúklinga, hlutfallslega Background/Aims: Hepatitis C is a major cause of chronic liver disease and cirrhosis in Western countries. Its treatment aims at eradicating the virus and patients are considered cured if the virus is undetectable by PCR in blood 12-24 weeks after end of treatment (sustained virological response, SVR). The aim of this study is to investigate the results of treating hepatitis C in Iceland during the period 2002-2012. Materials and methods: Retrospective study ...