Árangur gallblöðrutöku á sjúkrahúsinu á Akranesi 2003-2010

Tilgangur: Gallblöðrutaka er ein af algengustu aðgerðunum í almennum skurðlækningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gallblöðrutöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir gallblöð...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Marta Rós Berndsen, Fritz Hendrik Berndsen
Other Authors: Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu‚ Gautaborg‚ Svíþjóð, Heilbrigðisstofnun Vesturlands‚ Akranesi
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620119
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.03.125
Description
Summary:Tilgangur: Gallblöðrutaka er ein af algengustu aðgerðunum í almennum skurðlækningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gallblöðrutöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir gallblöðrutöku á HVE á Akranesi frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2010. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám af á HVE Akranesi, Landspítala og Domus Medica. Niðurstöður: 378 sjúklingar gengust undir gallblöðrutöku á tímabilinu, þar af 280 konur (74%) og var meðalaldur 49,6 ár. Aðgerðirnar voru að meirihluta valaðgerðir (87%) og var aðgerðartími 46 mínútur (miðgildi, bil: 17-240). Legutími var 2 dagar (miðgildi, bil: 1-31). Röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð var framkvæmd hjá 93 af 378 sjúklingum (25%). Röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá var síðar framkvæmd hjá 22 af þeim 93 sjúklingum (23%) vegna gallsteina í megingallrás. Tveimur aðgerðum var breytt yfir í opna aðgerð (0,5%).Tíðni alvarlegra fylgikvilla var 2,4%, þar af fengu fjórir (1,1%) sjúklingar djúpa sýkingu og 5 (1,3%) fengu gallleka. Sjúklingar með sögu um gallblöðrubólgu voru marktækt líklegri til að fá alvarlega fylgikvilla (p=0,007). Enduraðgerð var framkvæmd hjá þremur sjúklingum vegna gallleka. Enginn sjúklingur hlaut alvarlegan skaða á gallrás. Enginn sjúklingur lést af völdum aðgerðar. Eftirlit var framkvæmt fjórum vikum eftir aðgerð hjá 254 sjúklingum (67%) en af þeim höfðu 13 (5%) væg einkenni frá kviðarholi. Ályktun: Árangur af gallblöðrutökum á HVE á Akranesi er mjög góður og vel sambærilegur við árangur sem greint er frá í fyrri rannsóknum bæði hérlendis og erlendis. Abstract AIM: Cholecystectomy is a common procedure in general surgery. The aim of this study was to retrospectivly assess the results of cholecystectomies performed in Akranes Hospital (AH), a small hospital in Iceland. MATERIAL AND METHODS: This retrospective study included all patients that underwent a cholecystectomy in AH from 1 January 2003 to 31 December 2010. ...