Tóbaksneysla og notkun íþróttaskinna hjá íshokkíleikmönnum á Íslandi

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að kanna tóbaksneyslu íshokkíleikmanna á Íslandi og hins vegar að skoða notkun íþróttaskinna meðal sama hóps. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum; Hvers...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Ellen Flosadóttir
Other Authors: Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Tannlæknafélag Íslands 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620080
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að kanna tóbaksneyslu íshokkíleikmanna á Íslandi og hins vegar að skoða notkun íþróttaskinna meðal sama hóps. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum; Hversu algeng er munntóbaksneysla íshokkíleikmanna á Íslandi og hversu algeng er notkun íþróttaskinna á meðal íshokkíleikmanna á Íslandi? Leitast var við að fá samanburðarmat á tóbaksneyslu íshokkíleikmanna á Íslandi við leikmenn annarra hópíþrótta hérlendis og erlendis. Einnig var notkun íþróttaskinna könnuð til að átta sig á hvort að þær séu notaðar sem fyrirbyggjandi vörn gegn slysum á tönnum við iðkun íshokkígreinarinnar. Efniviður og aðferðir: Gögnum var safnað með spurningalista sem samanstóð af 27 spurningum, en rannsakandinn fór með listann á íshokkíæfingar nokkurra liða og lagði fyrir leikmenn. Þeim leikmönnum sem mættu á æfingu þann daginn var boðið að taka þátt í rannsókninni. Við rannsóknina var notuð megindleg aðferðafræði þar sem notast var við töluleg gögn til að skoða viðhorf og hegðunarmynstur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í texta, töflum og á myndrænan hátt. Niðurstöður: Af þeim 148 sem boðið var að svara spurningakönnuninni voru 146 sem svöruðu og var því svarhlutfallið 98,6%. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 36% þátttakenda neyta tóbaks að staðaldri og einungis 27% þátttakenda nota íþróttaskinnur við iðkun íshokkígreinarinnar. Ályktun: Ef marka má niðustöður má álykta að tæp 40% íshokkíleikmanna, bæði karlar og konur, á meistaraflokksstigi, neyti tóbaks. Flestir neyta munntóbaks og það í miklum mæli. Notkun íþróttaskinnu er frekar óalgeng á meðal íshokkíleikmanna á Íslandi. Objective: The main purpose of this study was to find out how common tobacco use is among ice hockey players in Iceland compared to players in different group sports in Iceland and ice hockey players in other countries. Even to find out how frequent use of mouth guard is among Icelandic ice hockey players ...