Staðlað greindarpróf fyrir fullorðna á Íslandi: WASIIS

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn WASIIS (Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence) er eina staðlaða greindarprófið fyrir fullorðna á Íslandi. Í WASIIS eru fjögur undirpróf: Rökþrautir, Orðskilningur, Litafletir, Líkingar. Mælitölur undirprófanna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Guðmundsson
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620069
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn WASIIS (Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence) er eina staðlaða greindarprófið fyrir fullorðna á Íslandi. Í WASIIS eru fjögur undirpróf: Rökþrautir, Orðskilningur, Litafletir, Líkingar. Mælitölur undirprófanna eru T-tölur á bilinu 20 til 80 (M = 50, sf = 10). Þrjár greindartölur eru reiknaðar í WASIIS út frá summu mælitalna undirprófa sem mynda þær. Meðaltal í dreifingu greindartalna er 100 og staðalfrávik 15. Stöðlunarúrtak WASIIS (N = 700) samsvarar vel þýði fullorðinna á Íslandi eftir búsetu, kyni, aldri og menntun. Gólfhrif eru ekki til staðar í íslenskum normum en rjáfurhrif eru smávægileg í þremur undirprófum (Rökþrautir, Litafletir, Líkingar). Áreiðanleiki undirprófa á sjö aldursbilum er í flestum tilvikum 0,80 eða hærri og 0,90 eða hærri fyrir greindartölur. Áreiðanleiki mismunar undirprófa er á bilinu 0,48 til 0,79. Áreiðanleiki mismunar greindarþáttanna er 0,81. Leitandi þáttagreining undirprófanna fjögurra á aldursbilunum sjö bendir til þess að undirprófin fjögur tilheyri tveimur þáttum, öðrum munnlegum en hinum verklegum. Þáttabygging WASI er eins hér á landi og erlendis. Marktækur munur er á greind fullorðinna Íslendinga eftir menntun þeirra. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að vel hafi tekist til við þýðingu, staðfærslu og stöðlun WASI á Íslandi. Mælifræðilegir eiginleikar WASIIS eru fullnægjandi til að áætla greind fólks á aldrinum 17 til 64 ára í hagnýtu samhengi og rannsóknum á Íslandi. The WASIIS (Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence – Icelandic Standardization) is the only standardized intelligence test for adults in Iceland. The WASI consists of four subtests: Matrix Reasoning, Vocabulary, Block Design and Similarities. Subtests’ total raw scores are converted to T-scores that range from 20 to 80 (M = 50, SD = 10). The subtests’ T-scores are used to calculate three WASI IQ scores. The distribution of IQ scores of the three WASI scales has a mean of 100 and a standard deviation of ...