Mænuskaði af völdum slysa á Íslandi á árunum 1975-2014

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og þar sem ekki hefur tekist að finna lækningu við mænuskaða hefur áhersla verið lögð á forvarnarstarf. Nýgengi mænuskaða er breytilegt milli landa og ýms...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Eyrún Arna Kristinsdóttir, Sigrún Knútsdóttir, Kristinn Sigvaldason, Halldór Jónsson, Páll E. Ingvarsson
Other Authors: Endurhæfingardeild Landspítala Grensási, læknadeild Háskóla Íslands‚ bæklunarskurðdeild Landspítala, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620054
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.106
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og þar sem ekki hefur tekist að finna lækningu við mænuskaða hefur áhersla verið lögð á forvarnarstarf. Nýgengi mænuskaða er breytilegt milli landa og ýmsar breytingar hafa orðið á faraldsfræði mænuskaða í áranna rás. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði mænuskaða af völdum slysa á Íslandi og leita áhættuþátta sem nýta mætti í forvarnarskyni. Efniviður og aðferðir: Farið var afturskyggnt yfir sjúkraskrár allra sem greindust með mænuskaða samkvæmt ICD-9/ICD-10 á Landspítala á árunum 1975-2014. Upplýsinga var aflað um nýgengi, aldur, kynjaskiptingu og orsakir. Notaður var skalinn American Spinal Injury Association Impairment Scale (AIS) við mat á alvarleika mænuskaða. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu hlutu 233 einstaklingar mænuskaða af völdum áverka, eða 26 á hverja milljón íbúa á ári að meðaltali. Karlmenn voru 73% og meðalaldurinn 39 ár. Umferðarslys voru algengasta orsök mænuskaða. Oftast var um að ræða bílveltur í dreifbýli og í að minnsta kosti helmingi tilfella voru bílbelti ekki notuð. Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða en í þeim orsakaflokki var meðalaldurinn hæstur. Reiðmennsku- og vetraríþróttaslys voru algengust íþrótta- og tómstundaslysa. Í um þriðjungi mænuskaðatilfella var um að ræða alskaða á mænu. Við útskrift höfðu 9% náð fullum bata. Ályktun: Mikilvægt er að efla enn frekar forvarnir og áróður í tengslum við bílbeltanotkun og öryggi á vegum landsins. Einnig þarf að leita leiða til að fækka mænuskaðatilfellum vegna falls, svo sem með því að kanna nánar ástæður falla hjá eldra fólki og bæta öryggisreglur á vinnustöðum. Hugsanlega mætti fækka íþrótta- og tómstundaslysum með forvarnaraðgerðum og bættum öryggisbúnaði. Introduction: Traumatic spinal cord injury (TSCI) is serious and often has long-term consequences. Since no cure has been found the emphasis has been on preventive measures. The incidence of TSCI varies between ...