Fæðuval og næring kvenna á meðgöngu með tilliti til líkamsþyngdar

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access. Tilgangur: Næringarástand fyrir og á meðgöngu getur haft áhrif á þroska, vöxt og heilsu ba...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ellen Alma Tryggvadóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir, Þórhallur Ingi Halldórsson, Helga Medek, Reynir Tómas Geirsson
Other Authors: 1 Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands, 2 matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3 kvennadeild, kvenna- og barnasviði Landspítala, 4 læknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/619949
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.09.95
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access. Tilgangur: Næringarástand fyrir og á meðgöngu getur haft áhrif á þroska, vöxt og heilsu barnsins til skemmri og lengri tíma. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka næringargildi fæðu hjá barnshafandi konum á höfuðborgarsvæðinu og að kanna hvort mataræði kvenna í kjörþyngd fyrir þungun væri frábrugðið því sem er hjá konum sem voru yfir kjörþyngd. Efniviður/aðferðir: Þátttakendur voru konur á aldrinum 18-40 ára (n=183), sem höfðu búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Mataræði var kannað með fjögurra daga vigtaðri skráningu í 19.-24. viku meðgöngu (n=98 með líkamsþyngdarstuðull (LÞS) <25 kg/m2 ); n=46 með LÞS 25-29,9 kg/m2 og n=39 með LÞS ≥30 kg/m2 ). Niðurstöður: Einungis 20% kvennanna náðu lágmarksviðmiðum trefjaneyslu sem eru 25 g á dag. Viðbættur sykur veitti að jafnaði 12% (SF ± 5%) af heildarorku fæðisins. Um fjórðungur kvennanna gæti hafa átt á hættu að fullnægja ekki þörf fyrir joð, D-vítamín og DHA (dókósahexensýru ). Ofneysla vítamína og steinefna (úr fæði og bætiefnum) sást ekki. Miðgildi neyslu á mjólk og mjólkurvörum (346 g/dag miðað við 258 g/dag, p<0,05), gos- og svaladrykkjum (200 g/dag miðað við 122 g/dag, p<0,05) og kartöfluflögum og poppi (13 g/dag miðað við 0 g/dag, p<0,05) var hærra meðal kvenna með LÞS ≥30 kg/m2 fyrir þungun heldur en kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun. Ályktanir: Huga þarf betur að fæðuvali kvenna fyrir og á meðgöngu, ekki síst meðal kvenna yfir kjörþyngd. Hluti barnshafandi kvenna fullnægir ekki þörf fyrir næringarefni á borð við joð, D-vítamín og DHA, sem öll gegna lykilhlutverki við fósturþroska. Introduction: Nutrition in pregnancy may affect growth, development and health of the child in the short and long term. We aimed to assess diet and nutrient intake among pregnant women in the capital area and evaluate differences in dietary intake between women who ...