Áhrif óstöðugs efnahagsástands á tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga á Íslandi að mati tannlækna

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Árið 2008 hófst á Íslandi djúp efnahagslægð, sem hafði alvarleg áhrif á efnahag landsins í heild sem og allra Íslendinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif efnahagskreppan hafði á eftirspu...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Eva Guðrún Sveinsdóttir, Nina Johanne Wang
Other Authors: Tannlæknadeild Háskólans í Osló, Tannlæknastofan í Glæsibæ
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Tannlæknafélag Íslands 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/614896
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Árið 2008 hófst á Íslandi djúp efnahagslægð, sem hafði alvarleg áhrif á efnahag landsins í heild sem og allra Íslendinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif efnahagskreppan hafði á eftirspurn eftir tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga, 0-18 ára, að mati tannlækna, ásamt því að afla upplýsinga um hvers kyns fyrirbyggjandi meðferðir sem tannlæknar veita börnum og unglingum í dag. Efniviður og aðferðir: Rafrænn spurningalisti var sendur til allra félagsmanna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ) í janúar 2013. Af þeim tannlæknum sem vinna með börn bárust svör frá 161 tannlækni (64%). Niðurstöður: Af þeim 161 tannlækni sem tóku þátt í rannsókninni töldu 119 (74%) að tannátutíðni barna og unglinga hefði hækkað og 150 (93%) töldu að minnkandi endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til tannlækninga barna og unglinga á undanförnum árum hefði haft áhrif á tannheilsu sumra eða flestra barna. Meirihluti tannlækna taldi eftirspurn foreldra eftir flestum þáttum tannátuforvarna og meðferða af völdum tannátu, að frátaldri bráðameðferð af völdum tannverkja, hafa minnkað. Samkvæmt tannlæknunum komu börn og unglingar að meðaltali á 9,4 mánaða (sd 2,8) fresti til tannlæknis, en lengst liðu að meðaltali 12,1 mánuður (sd 2,8) á milli tannlæknaheimsókna. Að meðaltali var 31% (sd 20,7) vinnutímans varið í forvarnir gegn tannátu. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að á sama tíma og þörfin fyrir tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga jókst, hafi eftirspurn foreldra eftir slíkri þjónustu minnkað. Þetta gæti hinsvegar verið tímabundið ástand, sem breytist með batnandi efnahagsástandi og aukinni endurgreiðslu SÍ til tannlækninga barna og unglinga. Introduction: In 2008, Iceland experienced a major financial crisis, which had serious effects on the economy of the country and its inhabitants. The purpose of this study was to describe the opinions of dentists in Iceland regarding the influence of economic changes on the ...