Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn fyrir ferðalanga

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access. Inngangur: Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í þró...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Kristján Godsk Rögnvaldsson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Gottfreðsson
Other Authors: 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/613724
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.06.84
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access. Inngangur: Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í þróunarlöndum, einkum meðal barna. Sjúkdómurinn greinist af og til á Íslandi í einstaklingum sem hafa dvalist á malaríusvæð- um. Í rannsókn sem gerð var á sjúkdómnum hérlendis 1980-1997 fundust 15 staðfest tilfelli. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði malaríu 1998-2014 á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Sjúkragögn þeirra sem greindust með malaríu hér á landi samkvæmt blóðstroki eða blóðdropa voru yfirfarin. Einnig var aflað gagna um sölu malaríulyfja og um utanlandsferðir Íslendinga á tímabilinu. Niðurstöður: Staðfestar malaríusýkingar reyndust vera 31. Í heild voru að meðaltali 1,8 tilfelli á ári, greiningartíðni um 0,6 tilfelli/100 þúsund íbúa/ ári. Á tímabilinu 1980-1997 var greiningartíðni 0,3/100 þúsund/ári. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni milli tímabila (p=0,056). Plasmodium falciparum greindist í 71% tilfella, P. vivax í 16%, P. ovale og P. malariae hvor um sig í 7%. Einungis tveir sjúklingar (7%) höfðu tekið fyrirbyggjandi lyf. Einn sjúklingur fékk sýkingarbakslag. Tveir lögðust inn á gjörgæslu en enginn lést. Algengasta lyfjameðferð var atóvakón með prógúaníl. Sala þess sem fyrirbyggjandi lyfs stóð í stað árin 2010-2014 en á sama tíma varð aukning í utanlandsferðum Íslendinga. Ályktun: Á Íslandi hefur greiningum á malaríu fjölgað lítillega en á sama tímabili hefur tilfellum í nágrannaríkjunum fækkað. Fylgjast þarf með tíðni sjúkdómsins og afdrifum sjúklinga á Íslandi næstu ár. Mikilvægt er að efla forvarnir meðal ferðamanna á malaríusvæðum, þar með talið töku fyrirbyggjandi lyfja Introduction: Malaria is one of the most common causes of preventable deaths in the developing countries, especially among children. A previous study of imported malaria in Iceland during ...