Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna áreynslurákvöðvarofs árin 2008-2012

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Rákvöðvarof getur átt sér ýmsar orsakir, þar á meðal er mikil líkamleg áreynsla. Við rákvöðvarof losnar kreatínkínasi (CK) og vöðvarauði (mýóglóbín) úr vöðvafrumum. Virkni CK í sermi er notuð til greinin...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Arnljótur Björn Halldórsson, Elísabet Benedikz, Ísleifur Ólafsson, Brynjólfur Mogensen
Other Authors: 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3 vísindaog þróunarsviði, 4 rannsóknarkjarna Landspítala.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/603498
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.03.71
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Rákvöðvarof getur átt sér ýmsar orsakir, þar á meðal er mikil líkamleg áreynsla. Við rákvöðvarof losnar kreatínkínasi (CK) og vöðvarauði (mýóglóbín) úr vöðvafrumum. Virkni CK í sermi er notuð til greiningar á rákvöðvarofi en vöðvarauði getur valdið bráðum nýrnaskaða, sem er alvarlegasti og þekktasti fylgikvilli rákvöðvarofs. Engar rannsóknir virðast hafa verið gerðar á áreynslurákvöðvarofi í almennu þýði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði áreynslurákvöðvarofs hjá sjúklingum sem voru greindir á Landspítala árin 2008-2012. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Þýðið var allir sjúklingar á Landspítala frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 með CK-gildi í sermi yfir 1000 IU/L eftir líkamlega áreynslu. Sjúklingar með CK-hækkun vegna rákvöðvarofs af öðrum orsökum voru ekki teknir með. Skráður var fjöldi tilfella, kyn, hæsta mælda CK-gildi, dagsetning komu, orsök og staðsetning rákvöðvarofsins, innlagnarlengd, fylgikvillar og hvort þörf væri á vökvagjöf í æð. Tölur um íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu fengust frá Hagstofu Íslands og um íþróttaástundun frá Íþróttasambandi Íslands. Niðurstöður: Alls greindust 54 sjúklingar með áreynslurákvöðvarof, 18 konur (33,3%) og 36 karlar (66,7%) eða 8,3% af heildarfjölda rákvöðvarofstilfella (648) af öllum orsökum á tímabilinu. Nýgengi fyrir höfuðborgarsvæðið var 5,0/100.000 íbúa á ári á tímabilinu. Miðgildi aldurs var 28 ár og miðgildi CK-hækkunar í sermi var 24.132 IU/L. CK-hækkun var meiri hjá konum en körlum en munurinn reyndist ómarktækur. Rákvöðvarof var í um 89% tilvika í efri- eða neðri útlimum. CK-gildi voru marktækt hærri hjá þeim sem fengu vökvagjöf í æð en þeim sem fengu einungis vökva um munn. Einn einstaklingur greindist með bráðan nýrnaskaða. Upplýsingar um íþróttaástundun eða líkamsrækt eru ekki tiltækar. Ályktun: Áreynslurákvöðvarof er óalgengt en oftast er um unga einstaklinga að ræða. Ekki er vitað um áreynsluástundun kvenna ...