Lifrarígræðslur á Íslandi: afturskyggn rannsókn á ábendingum og árangri

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Lifrarígræðsla er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir sjúklinga með lifrarbilun á lokastigi. Lifrarígræðslur eru ekki framkvæmdar hérlendis og sjúklingar því sendir utan. Markmið þessarar rannsóknar var að k...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Eggertsdóttir, Lára Ósk, Björnsson, Einar Stefán, Bergmann, Óttar Már, Ólafsson, Sigurður
Other Authors: 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 meltingarlækningaeiningu Landspítala
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/593267
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.01.60
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Lifrarígræðsla er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir sjúklinga með lifrarbilun á lokastigi. Lifrarígræðslur eru ekki framkvæmdar hérlendis og sjúklingar því sendir utan. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna helstu ábendingar og árangur lifrarígræðslu hjá íslenskum sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra íslenskra sjúklinga sem höfðu gengist undir lifrarígræðslu frá fyrstu ígræðslu árið 1984 til loka 2012. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskýrslum. Rannsóknartímabilinu var skipt í þrjú undirtímabil til að meta breytingar á tíðni lifrarígræðslna og horfum. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 45 lifrar- ígræðslur, þar af 5 endurígræðslur. Alls gengust 40 sjúklingar undir lifrar- ígræðslu, 16 karlar og 18 konur, meðalaldur 40 ár, og þar af voru 6 börn, 2 stúlkur og 4 drengir á aldursbilinu 0,4-12 ára. Marktæk aukning var á fjölda ígræðslna á hverja milljón íbúa milli tímabila (2,40 1984-1996; 5,18 1997-2006 og 8,90 2007-2013; p<0,01). Helstu ábendingar fyrir ígræðslu voru skorpulifur með fylgikvillum hjá 26 sjúklingum (65%), bráð lifrarbilun 6 (15%), skorpulifur og lifrarfrumukrabbamein hjá þremur (8%), og önnur æxli en lifrarfrumukrabbamein hjá tveimur (5%). Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru frumkomin gallskorpulifur (primary biliary cirrhosis) í 8 tilfellum (20%), sjálfsofnæmislifrarbólga í fjórum (10%), áfengistengd skorpulifur í þremur (7,5%) og frumkomin trefjunargallgangabólga (primary sclerosing cholangitis) í þremur tilfellum (7,5%). Meðalbiðtími var 5,9 mánuðir (miðgildi 3,2). Lifun var 84% eftir 1 ár og 63% eftir 5 ár og batnaði þegar leið á tímabilið. Ályktanir: Lifrarígræðslum hefur fjölgað á undanförnum áratugum. Árangur þeirra er góður og fer batnandi. Lifun sjúklinga er sambærileg við það sem þekkist í löndum þar sem lifrarígræðslur eru framkvæmdar.