Árangur af foreldrafærninámskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Hegðun, líðan og sjálfsmynd barna mótast að miklu leyti af uppeldisaðferðum foreldra. Víða um heim hafa ýmis námskeið og færniþjálfun verið þróuð fyrir foreldra til að kenna þeim skilvirkar leiðir til að auka jákvæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gyða Haraldsdóttir, Dagmar Kr. Hannesdóttir, Brynhildur L. Brynjarsdóttir, Lone Jensen
Other Authors: Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/556036
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Hegðun, líðan og sjálfsmynd barna mótast að miklu leyti af uppeldisaðferðum foreldra. Víða um heim hafa ýmis námskeið og færniþjálfun verið þróuð fyrir foreldra til að kenna þeim skilvirkar leiðir til að auka jákvæða hegðun, samvinnu og sjálfstæði barna sinna og minnka neikvæða, óæskilega hegðun. Markmið eftirfarandi rannsóknar var að meta áhrif almennrar foreldrafærniþjálfunar sem nefnist Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar á uppeldisaðferðir foreldra. Um 400 foreldrum sem sóttu námskeiðið á rúmlega tveggja ára tímabili á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar var boðið að taka þátt. Um 354 foreldrar (238 mæður) svöruðu spurningalista fyrir námskeið og 110 (92 mæður) svöruðu listanum að námskeiði loknu. Niðurstöður leiddu í ljós að viðbrögð foreldra við hegðun barna sinna höfðu breyst talsvert eftir námskeið, svo sem að foreldrar hunsuðu nú oftar suð og neikvæða hegðun, sýndu jákvæðri hegðun og sjálfstæðum leik meiri athygli og treystu sér frekar til að setja barninu mörk. Einnig kom fram að foreldrar fengu meiri stuðning í uppeldinu eftir námskeið. Niðurstöður benda til þess að einfalt og stutt námskeið geti haft jákvæð áhrif á uppeldisaðferðir foreldra og leiði mögulega til þess að minnka hegðunarvanda barna á unga aldri áður en vandinn verður meiri og erfiðari viðureignar. Children’s behaviour, wellbeing and self-esteem are greatly influenced by parenting practices. Various programs have been developed throughout the world that teach parents effective methods to increase compliance, positive behaviour and independence and reduce negative behaviours. The purpose of the current study was to examine one such program, Parenting that Works. About 400 parents who attended this group program over the course of two years at the Centre for Child Development and Behaviour (Primary Health Care of the Capital Area) in Iceland were asked to participate in the study. Approximately 354 parents (thereof 238 mothers) answered a ...