Hreyfing og líkamlegt ástand íslenskra grunnskólabarna með þroskahömlun

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Lítið er vitað um hreyfingu, holdafar og áhættuþætti fyrir ýmsum hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdómum á meðal barna með þroskahömlun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líkamlegt ástand grunnskól...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingi Þór Einarsson, Erlingur Jóhannsson, Daniel Daly, Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Other Authors: 1 Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum, menntavísindasvið HÍ, 2 KU LEUVEN, Department of Kinesiology, Faculty of Kinesiology and Rehabilitation Science, Leuven, Belgíu
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/554301
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Lítið er vitað um hreyfingu, holdafar og áhættuþætti fyrir ýmsum hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdómum á meðal barna með þroskahömlun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líkamlegt ástand grunnskólabarna með þroskahömlun. Efniviður og aðferðir: Úrtak barna með þroskahömlun (n=91) og aldursog kynjajafnaður samanburðarhópur almennra skólabarna (n=93) voru mæld á hlutlægan hátt á hreyfingu, úthaldi, líkamssamsetningu, blóð- þrýstingi, blóðfitum og blóðsykurstjórnun. Niðurstöður: Börn með þroskahömlun voru lágvaxnari (-8,6 cm, p<0,001) en með hærri summu húðfellinga (22,7 mm, p<0,001), þanþrýsting (3,8 mmHG, p=0,006) og hlutfall líkamsfitu (4,0 prósentustig, p=0,008) en almenn skólabörn. Drengir með þroskahömlun voru með meira mittismál en almennir skóladrengir (6,3 cm, p=0,009) en enginn munur fannst á stúlknahópunum. Samkvæmt hlutfalli líkamsfitu greindist hærra hlutfall (41%) barna með þroskahömlun með offitu en almennra skólabarna (19%, p=0,006). Börn með þroskahömlun hreyfðu sig aðeins 24 mínútur á dag af miðlungs- til erfiðri ákefð en almenn skólabörn tæplega 60 mínútur. Ekkert barn með þroskahömlun náði ráðlagðri daglegri hreyfingu, á móti 40% hjá almennum skólabörnum. Einungis 25% barna með þroskahömlun náðu úthaldsviðmiðum, á móti 75% (p<0,001) almennra skólabarna. Rúmlega 20% barna með þroskahömlun voru með of hátt mittismál, 34% með of háan blóðþrýsting, á milli 13 og 21% greindust með áhættuþætti í blóði og tæplega 7% með efnaskiptavillu, sem var í öllum tilvikum mun hærra algengi en hjá almennum skólabörnum. Ályktanir: Líkamlegt ástand barna með þroskahömlun er alls ekki gott og koma þau oftast verr út en jafnaldrar þeirra án þroskahömlunar. Það þarf að kanna vel hvaða ástæður liggja að baki þessari slæmu útkomu hjá þessum hópi og hvað er hægt að gera til að bæta ástandið. Introduction: Little is known about physical activity, body composition and metabolic risk factors among children with ...