Hættuleg hálsbólga : sjúkratilfelli

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open We report a case of Lemierre?s syndrome or, human necrobacillosis, in a 33 year old icelandic male. A severe clinical picture, fulfilling all the criteria for this syndrome, is described. With antibiotic...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigurður Heiðdal, Sigurður E Sigurðsson, Orri Einarsson, Karl G Kristinsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/3862
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open We report a case of Lemierre?s syndrome or, human necrobacillosis, in a 33 year old icelandic male. A severe clinical picture, fulfilling all the criteria for this syndrome, is described. With antibiotic therapy, and critical care, the outcome was successful. A brief overview of infections due to Fusobacterium necro phorum, with special emphasis on Lemierre?s syndrome, is presented. Etiology, clinical symptoms, treatment and prognosis of this syndrome are dis cussed. We believe this to be the first case of human necrobacillosis to be reported in Iceland. Sjúkrasaga Þrjátíu og þriggja ára gamall bóndi, áður hraust­ur, kom á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Hann hafði veikst sex dögum áður með háum hita, miklum slappleika og verkjum aftan í hálsi. Hann var alveg rúmfastur, kastaði mikið upp en var ekki með niðurgang. Allan tímann var hann með óstöðv­andi hiksta. Kona hans tók eftir að hann var móður og svaf illa. Hann mældist með hita um 40° C og fór að lokum til heilsugæslulæknis sem sá að hann var gulur og fárveikur og sendi hann á bráðamóttöku FSA. Við komu á FSA var hann fárveikur (septískur), lá á bekk, vakandi og áttaður, mjög þvoglumæltur, og skalf mikið. Blóðþrýstingur var 140/85 mmHg liggj­andi og 128/64 mmHg sitjandi. Púls 119/mín, reglu­legur. Öndunartíðni 36/mín. Hiti 39,8°C í enda­þarmi. Hann var gulur á húð og í augnhvítu. Mikil þreifi­eymsli voru í hnakka og aftan á hálsi en ekki hnakkastífleiki. Hann var mjög þurr á vörum, með blóð­skorpur í munni og brúnleita, að því er virt­ist, fláka af yfirborðsdrepi á tungu. Hann var mjög bólginn í koki. Fíngert brak heyrðist yfir hægra lunga. Við hjartahlustun heyrðust eðlilegir hjartatónar og slagbilsóhljóð (systólískt). Kviður var aumur undir hægri rifjaboga en engar líffærastækkanir né aðrar fyrirferðaraukningar fundust. Hann var með kylfufingur (talið vera meðfætt) og flísablæðingar sáust undir nöglum. Nöglin á hægri stórutá var ...