Af stórhuga sigurvegurum : hóprannsókn Hjartaverndar 40 ára [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Um miðja síðustu öld var lítið vitað um orsakir kransæðasjúkdóma. Á lyflækningadeild Landspítala urðu læknar þess varir að hjartaáföll gerðust æ tíðari meðal þjóðarinnar. Sífellt fleiri leituðu til lækna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karl Andersen
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/35633
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Um miðja síðustu öld var lítið vitað um orsakir kransæðasjúkdóma. Á lyflækningadeild Landspítala urðu læknar þess varir að hjartaáföll gerðust æ tíðari meðal þjóðarinnar. Sífellt fleiri leituðu til lækna vegna bráðra brjóstverkja og margir þeirra dóu. Krufningar leiddu í ljós drep í hjartavöðva. Fréttir bárust frá nágrannalöndunum um sams konar aukningu á hjartaáföllum. "Hin nýja farsótt" var komin til landsins. Á þessum tíma störfuðu þrír framsýnir læknar á lyflækningadeild Landspítala, þeir Sigurður Samúelsson, Theodór Skúlason og Snorri Páll Snorrason. Þessir læknar sáu að við svo yrði ekki búið. Eftir nokkurn undirbúning var kallað til fundar í turnherbergi Hótel Borgar miðvikudaginn 15. apríl 1964. Auk fyrrnefndra brautryðjenda sátu fundinn Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og nokkrir embættismenn. Efni fundarins var stofnun Hjartaverndarfélags Reykjavíkur. Strax um sumarið voru svæðafélögin orðin 19 að tölu og 25. október 1964, um það bil sem Lyndon B. Johnson vann frækilegan sigur á Barry Goldwater í bandarísku forsetakosningunum, voru stofnuð Landssamtök Hjartaverndarfélaga: Hjartavernd