Áhrif búsetu og menntunar á mataræði og líkamsþyngdarstuðul kvenna og karla

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Niðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að offita sé algengari meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan, en engar sambærilegar upplýsingar eru til fyrir karla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hold...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir
Other Authors: Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, rannsóknastofa í næringarfræði, Landspítali, Embætti landlæknis
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/344042
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Niðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að offita sé algengari meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan, en engar sambærilegar upplýsingar eru til fyrir karla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna holdafar og mataræði íslenskra kvenna og karla eftir búsetu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 1312 konur og karlar, 18-80 ára, valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá, heildarsvörun 68,6%. Mataræði var kannað árin 2010 til 2011 með tvítekinni sólarhringsupprifjun og jafnframt var spurt um hæð og þyngd, auk bakgrunnsspurninga. Reiknað var líkindahlutfall (OR) þess að vera yfir kjörþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25 kg/m2) út frá búsetu og menntun. Niðurstöður: Konur ≥46 ára innan höfuðborgarsvæðis voru með lægri líkamsþyngdarstuðul en konur utan höfuðborgarsvæðis (25,7 kg/m2 á móti 28,4 kg/m2p=0,007) og líkindahlutfall fyrir líkamsþyngdarstuðul ≥25 kg/m2var lægra samanborið við konur í sama aldurshópi utan höfuðborgarsvæðis, OR=0,64 (95% öryggisbil 0,41;1,0). Enginn munur var meðal karla eða yngri kvenna. Fæði fólks utan höfuðborgarsvæðis var fituríkara og hlutfall mettaðra fitusýra og transfitusýra var hærra en innan svæðis. Hlutfall mettaðra fitusýra í fæði var 15,7E% á móti 13,9E%, p<0,001 og transfitusýra 0,9E% á móti 0,7E%, p<0,001 meðal karla, sem rekja má að stórum hluta til meiri neyslu á feitum mjólkurvörum, kjöti, kexi og kökum meðal karla utan höfuðborgarsvæðisins miðað við innan. Meiri neysla á kexi, kökum, kjöti og farsvörum meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðisins endurspeglaðist einnig í hærra hlutfalli mettaðra fitusýra, 14,8E% á móti 14,0E%, p=0,007 og transfitusýra 0,8E% á móti 0,7E%, p=0,001 borið saman við konur innan svæðis. Ályktun: Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við búsetu eru minni en í fyrri rannsóknum. Ofþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25) meðal íslenskra karla virðist óháð búsetu. Fæði fólks innan höfuðborgarsvæðis er nær ráðleggingum um mataræði en utan höfuðborgarsvæðis. Introduction: ...