Kannanir á mataræði og næringargildi fæðunnar á Íslandi

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Landskannanir á mataræði veita ítarlegar upplýsingar um neyslu matvæla og næringarefna. Hér eru bornar saman niðurstöður úr tveimur síðustu landskönnunum, árin 2002 og 2010-2011, og könnuð tengsl hollust...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Laufey Steingrímsdóttir, Hrund Valgeirsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Elva Gísladóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Inga Þórsdóttir
Other Authors: rannsóknarstofa í næringarfræði, Háskóla Íslands og Landspítala, næringarfræðideild Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/337754
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Landskannanir á mataræði veita ítarlegar upplýsingar um neyslu matvæla og næringarefna. Hér eru bornar saman niðurstöður úr tveimur síðustu landskönnunum, árin 2002 og 2010-2011, og könnuð tengsl hollustu fæðisins við erfiðleika fólks við að ná endum saman. Eins er lýst breytingum í hlutfallslegri skiptingu orkuefna í fæði frá 1990. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Lokaúrtak var 1912 manns árið 2010-2011 og 1934 árið 2002, svarhlutföll 68,6% og 70,6%. Mataræði var kannað með sólarhringsupprifjun. Samanburður á meðalneyslu var metinn með T-prófi og hollusta fæðunnar, eftir því hversu auðvelt eða erfitt þátttakendur áttu með að ná endum saman, með línulegri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Minna var borðað af brauði, kexi og kökum, smjörlíki, farsvörum og snakki og minna drukkið af nýmjólk og sykruðum gosdrykkjum árin 2010-2011 en 2002. Meira var af grófu brauði, hafragraut, ávöxtum, grænmeti og kjöti og fleiri tóku lýsi 2010-2011 en 2002, fiskneysla stóð í stað. Fituneysla minnkaði frá 1990 til 2010-2011 úr 41E% í 35E%, mettaðar fitusýrur úr 20,0E% í 14,5E% og transfitusýrur úr 2,0E% í 0,8E%. Stærstur hluti breytinganna var milli 1990 og 2002. Fólk sem átti erfitt með að ná endum saman 2010-2011 borðaði minna af grænmeti, ávöxtum og grófu brauði og drakk meira af sykruðum gosdrykkjum en hinir sem áttu auðvelt með það. Ályktun: Breytingar á mataræði þjóðarinnar frá 2002 hafa að mestu leyti verið í hollustuátt. Milli áranna 1990 og 2002 minnkaði fituneysla og hlutfall mettaðra fitusýra og transfitusýra lækkaði, en minni breytingar urðu frá 2002 til 2010-2011. Efnahagur tengist hollustu fæðis á Íslandi. --- Introduction. Here we compare results on food and nutrient intake from the two most recent Icelandic national nutrition surveys from 2010/11 and 2002 and compare intake of energy giving nutrients from 1990. Finally we assess associations beween a healthy diet and ...