Summary: | Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Að kanna nýgengi, orsakir, dánarhlutfall og öndunarvéla-meðferð sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni á gjörgæsludeildum Landspítala á fimm ára tímabili og bera saman við eldri íslenska rannsókn. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn þar sem farið var yfir allar innlagnir á gjörgæsludeildir Landspítala árin 2004-2008 og upplýsingum safnað um aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, legutíma, gjörgæslumeðferð og afdrif þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á bráðu andnauðarheilkenni. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður eldri rannsóknar fyrir tímabilið 1988-1997 til að kanna hvort breytingar hafi orðið á nýgengi og horfum sjúklinga. Niðurstöður: Alls lögðust 6413 sjúklingar inn á gjörgæsludeildir Landspítala á tímabilinu. Af 224 sjúklingum með alvarlega öndunarbilun reyndust 120 sjúklingar vera með brátt andnauðarheilkenni. Meðalaldur var 55 ár, 55% voru karlar og miðgildi legutíma á gjörgæsludeild var 13 dagar en miðgildi legutíma á sjúkrahúsi 24 dagar. Miðgildi daga frá áfalli að staðfestu bráðu andnauðarheilkenni var þrír dagar. Nýgengi reyndist vera 7,9 tilfelli á 100.000 íbúa/ári. Alls létust 36 sjúklingar vegna heilkennisins, eða 30% sjúklinga. Ályktun: Nokkur aukning virðist hafa orðið á nýgengi bráðs andnauðarheilkennis en dánarhlutfall hefur hins vegar lækkað marktækt, eða úr 40% í 30%. Bættar horfur sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni má sennilega rekja til framfara í gjörgæslumeðferð, svo sem notkunar á lungnaverndandi öndunarvélameðferð, hátíðniöndunarvél, grúfulegu og hjarta- og lungnavél. --- A retrospective study of the incidence, causes, mortality and treatment of patients with ARDS at Landspítali- The National University Hospital of in Iceland during the five year period 2004-2008 and, comparing the results with an earlier study for the period 1988-1997. Materials and methods: All ICU admissions during the period 2004-2008 were reviewed, selecting patients according to the ...
|