Bráður nýrnaskaði á Landspítala 2008-2011 og áhættuþættir og afdrif sjúklinga með alvarlegan skaða

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál sem útheimtir kostnaðarsama og erfiða meðferð og hefur háa dánartíðni í för með sér. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði sjúkdómsins og áhættuþætti og afdri...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þórir Einarsson Long, Martin Ingi Sigurðsson, Ólafur Skúli Indriðason, Kristinn Sigvaldason, Gísli Heimir Sigurðsson
Other Authors: Landspítali Hringbraut
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/332866
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál sem útheimtir kostnaðarsama og erfiða meðferð og hefur háa dánartíðni í för með sér. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði sjúkdómsins og áhættuþætti og afdrif sjúklinga sem fengu alvarlegan bráðan nýrnaskaða á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar sem áttu kreatínínmælingu í gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala frá janúar 2008 til ársloka 2011 og grunngildi á undangengnum sex mánuðum voru flokkaðir með tilliti til bráðs nýrnaskaða samkvæmt RIFLE-skilmerkjum í stig 1 (risk), stig 2 (injury) og stig 3 (failure). Áhættuþættir, mögulegar orsakir og afdrif voru könnuð fyrir sjúklinga með skaðann á stigi 3. Niðurstöður: Alls fundust 349.320 kreatínínmælingar fyrir 74.960 fullorðna einstaklinga og áttu 17.693 þeirra grunngildi. Af þeim fengu 3686 (21%) bráðan skaða á tímabilinu, 2077 (12%) á stigi 1, á stigi 2 840 (5%)og 769 (4%) á stigi 3. Fleiri konur fengu stig 1 og 2 en fleiri karlar stig 3 (p<0,001). Mögulegar orsakir skaðans hjá sjúklingum á stigi 3 voru í 22% tilvika skurðaðgerð, 23% lost, 14% sýklasótt, 32% blóðþrýstingsfall tengt hjarta-og æðakerfi, 10% blæðingar, 27% öndunarbilun og 7% höfðu lent í slysi. 61% sjúklinga tók lyf sem jók áhættu á skaðanum. Alls fengu 11% blóðskilunarmeðferð, 5 sjúklingar (0,7%) þurftu blóðskilun í meira en 30 daga en enginn í meira en 90 daga. Eins árs lifun sjúklinga á stigi 3 var 52%. Ályktun: Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál á Landspítala og horfur sjúklinga með alvarlegan skaða eru slæmar. Ef til vill mætti koma í veg fyrir skaðann í einhverjum tilvikum með því að skoða lyfjameðferð inniliggjandi sjúklinga. --- Acute kidney injury (AKI) is a common problem in hospitalized patients, requiring extensive treatment and carries a high mortality rate. This study was designed to assess the epidemiology of AKI, and risk factors and outcome of patients with severe AKI in a tertiary care university hospital in ...