Áhrif þunglyndislyfja og róandi lyfja á árangur af ósértækri hugrænni atferlismeðferð hópa í heilsugæslu

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þunglyndislyfjum sýna marktækan árangur í meðferð kvíða og þunglyndis. Samþætting þessara meðferða hefur í sumum tilvikum sýnt fram á árangur umfram einþátta meðferð....

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erik Brynjar Schweitz Erikssonr, Hafrún Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson, Agnes Agnarsdóttir, Engilbert Sigurðsson
Other Authors: Landspítali Hringbraut
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/332859
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þunglyndislyfjum sýna marktækan árangur í meðferð kvíða og þunglyndis. Samþætting þessara meðferða hefur í sumum tilvikum sýnt fram á árangur umfram einþátta meðferð. Hins vegar virðast benzódíazepín-lyf geta haft neikvæð áhrif á árangur af HAM-einstaklingsmeðferð. Í rannsókn á HAM á námskeiðsformi í heilsugæslu var árangur metinn með tilliti til notkunar á þunglyndislyfjum (SSRI/SNRI) annars vegar og benzódíazepínum og z-svefnlyfjum hins vegar. Efniviður og aðferðir: Árangur af meðferðinni var mældur með Becks-þunglyndis- (BDI-II) og kvíðakvörðum (BAI). Notast var við “last observation carried forward”- aðferð (LOCF) þar sem fyrsta og síðasta mæling voru bornar saman óháð því hvenær síðasta mælingin var gerð. Breyting var mæld á meðaltalsskori milli einstaklinga á lyfjum úr tilteknum lyfja-flokkum og borin saman við skor þeirra sem ekki voru á slíkum lyfjum. Niðurstöður: Á því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 einstaklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI-kvarða tvisvar eða oftar. Meðaltalsskor beggja lyfjahópanna lækkaði marktækt á báðum kvörðum. Lækkun á meðaltalsskori þeirra sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf og fengu HAM var marktækt meiri en hinna sem einungis sóttu HAM-námskeiðin. Einnig náðist marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á slíkum þunglyndislyfjum en hjá hinum sem einnig voru á benzólyfjum og/eða z-svefnlyfi. Í öðrum tilvikum var ekki marktækur munur á árangri milli hópa. Ályktun: HAM á námskeiðsformi í heilsugæslunni dregur marktækt úr einkennum kvíða og depurðar, óháð notkun þunglyndis- og benzólyfja og/eða z-svefnlyfja. Slík lyfjanotkun er því ekki frábending fyrir HAM-hópmeðferð. Við meðferð þunglyndis gefur samþætt þunglyndislyfjameðferð þó aukinn árangur en sá árangur er minni hjá þeim sem einnig taka benzó- og/eða z-svefnlyf. --- Cognitive ...