Má bæta notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum? Samanburður við klínískar leiðbeiningar

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Blóðhlutagjöf er mikilvægur hluti gjörgæslumeðferðar, en þar sem aukaverkanir geta fylgt gjöf þeirra er vaxandi áhersla lögð á aðhaldssemi við gjöf blóðhluta. Þessar áherslur endurspeglast í nýlegum klínískum leiðb...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Karl Erlingur Oddason, Tómas Guðbjartsson, Sveinn Guðmundsson, Sigurbergur Kárason, Kári Hreinsson, Gísli H. Sigurðsson
Other Authors: Landspítali Hringbraut, Læknadeild Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/332843
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Blóðhlutagjöf er mikilvægur hluti gjörgæslumeðferðar, en þar sem aukaverkanir geta fylgt gjöf þeirra er vaxandi áhersla lögð á aðhaldssemi við gjöf blóðhluta. Þessar áherslur endurspeglast í nýlegum klínískum leiðbeiningum á Landspítala en upplýsingar um umfang blóðhlutagjafa á gjörgæsludeildum spítalans skortir og einnig hversu vel leiðbeiningum er fylgt. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala og fylgni við klínískar leiðbeiningar. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra fullorðinna sjúklinga sem fengu blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala á 6 mánaða tímabili 2010. Skráðar voru upplýsingar um blóðhluta ásamt gildi blóðrauða, próþrombíntíma og blóðflagna við blóðhlutagjöf. Niðurstöður voru bornar saman við klínískar leiðbeiningar á Landspítala. Niðurstöður: Af 598gjörgæslusjúklingum fengu 202 (34%) blóðhluta, írúmlega helmingii tilfella eftir skurðaðgerð. Flestum, eða 179 (30%), var gefið rauðkornaþykkni, 107 (18%) fengu blóðvökva, 51 (9%) blóðflögur en 34 sjúklingar (6%) fengu allar þrjár tegundirnar. Blóðrauði við rauðkornagjöf var að meðaltali 87 g/L, en í 6% tilfella mældist hann yfir 100 g/L. Próþrombíntími var að meðaltali 20,4 sekúndur við blóðvökvagjöf en í 9% tilfella var blóðvökvi gefinn þegar próþrombíntími var eðlilegur og blóðstorkugildi var ekki til staðar í 5% tilvika. Blóðflögur við blóðflögugjöf voru að meðaltali 82 þús/µL en í 34% tilfella yfir 100 þús/µL. Ályktanir: Þriðjungi sjúklinga á gjörgæsludeildum Landspítalans voru gefnir blóðhlutar, oftast rauðkornaþykkni. Um 6% rauðkornagjafa og að minnsta kosti 14% blóðvökvagjafa og þriðjungur blóðflögugjafa voru utan viðmiða núgildandi leiðbeininga. Ljóst er að fækka má óþarfa blóðhlutagjöfum á gjörgæsludeildum Landspítala enda þótt niðurstöðum svipi til erlendra rannsókna. --- Due to potential risk of blood transfusions, clinical guidelines emphasize restrictive use of blood components. ...