Dreifing 6, 12 og 15 ára íslenskra barna sem þátt tóku í landsrannsókn á tannheilsu 2005 í áhættuhópa eftir alvarleika tannskemmda

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Landsrannsókn á tannheilsu 6, 12 og 15 ára barna (MUNNÍS) var framkvæmd árið 2005. Það sama ár gaf Embætti landlæknis(EL) út Klínískar leiðbeiningar um varnir gegn tannátu á Íslandi. Nýlega gerði Tannlæk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón Óskar Guðlaugsson, Inga B. Árnadótti
Other Authors: Eembætti Landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis, Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Tannlæknafélag Íslands 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/332153
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Landsrannsókn á tannheilsu 6, 12 og 15 ára barna (MUNNÍS) var framkvæmd árið 2005. Það sama ár gaf Embætti landlæknis(EL) út Klínískar leiðbeiningar um varnir gegn tannátu á Íslandi. Nýlega gerði Tannlæknafélag Íslands tillögu að áhættuflokkun og forgangsröðun íslenskra barna að tannlæknaþjónustu byggða á Klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis. Rannsakað var hvernig þátttakendur MUNNÍS rannsóknar dreifðust milli áhættuhópa Tannlæknafélags Íslands eftir alvarleika tannskemmda. Efniviður og aðferðir: Tannáta 6, 12 og 15 ára barna var greind eftir ICDAS greiningu á tannflöt (ds/DS1-6, ds/DS3-6). Skilgreind voru áhættuviðmið fyrir þrjá áhættuflokka TFÍ, sem taka mið af aldri einstaklinga, fjölda skemmdra tannflata og alvarleika tannskemmda (ds1-6/DS1-6). Mikil áhætta fyrir 6 ára ds(3-6 )4, DS(3-6)2, fyrir 12 ára DS(3-6)4 í sex ára jöxlum, DS (3-6)1 í framtönnum og fyrir 15 ára DS(3-6)8 í forjöxlum/jöxlum, DS(3-6)2 í framtönnum. Miðlungs áhætta fyrir 6 ára ds(1-6)4, DS(1-6)2, fyrir 12 ára DS(1-6)4 í sex ára jöxlum, DS(1-2)1 í framtönnum og fyrir 15ára DS(1-6)8 í forjöxlum/jöxlum, DS(1-6)2 í framtönnum. Aðrir voru flokkaðir í litla áhættu. Niðurstöður: Samkvæmt áhættuflokkun TFÍ eru 6,7% sex ára , 8,7% tólf ára og 9,8% fimmtán ára barna í mikilli áhættu. 24,9% sex ára, 36,3% tólf ára og 42,3% fimmtán ára barna í miðlungs áhættu og 68,4% sex ára barna, 55,0% tólf ára og 47,9% fimmtán ára barna í lítilli áhættu. Börn án tannátu í barna- og fullorðinstönnum [d(3-6) mf+D(3-6)MF=0/d(1-6)mf+D(1-6)MF=0] eru 56% /36% 6 ára barna, 28% /12% 12 ára barna og 19% /6% 15 ára barna. Ef börn í mikilli og miðlungs áhættu eru talin saman tilheyra um 32% sex ára, 45% tólf ára og 52% fimmtán ára áhættuhópi. Um helmingur íslenskra barna tilheyra áhættuhópi vegna tannátu samkvæmt áhættuflokkun TFÍ. --- The Icelandic Oral Health Survey of children, 6, 12 and 15 years old was undertaken in 2005 (MUNNÍS) the same year that the ...