Aldursgreining hælisleitenda út frá þroskastigi tanna

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Fjöldi hælisleitenda sem koma til Vesturlanda og segjast vera yngri en 18 ára hefur aukist mikið undanfarinn áratug. Börnum eru tryggð mannréttindi í ýmsum alþjóðasamningum. Þeirra helstur er samningurinn um réttin...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Rósa Víðisdóttir, Svend Richter
Other Authors: Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Tannlæknafélag Íslands 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/332110
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Fjöldi hælisleitenda sem koma til Vesturlanda og segjast vera yngri en 18 ára hefur aukist mikið undanfarinn áratug. Börnum eru tryggð mannréttindi í ýmsum alþjóðasamningum. Þeirra helstur er samningurinn um réttindi barnsins eða Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Réttarkerfið leitar til réttartannlækna til að greina aldur þessa hóps. Tannmyndun er síður trufluð af næringarskorti eða hormónabreytingum en aðrir vaxtarþættir líkamans. Þannig er tannaldur nákvæmari mælikvarði á raunaldur en aðrir þroskamælikvarðar s.s. beinþroski og kynþroski. Aldursgreining þessa hóps er því nákvæmust út frá myndunarskeiði tanna, fyrst og fremst endajaxla. Rannsóknir sýna að hægt er að nota greiningaraðferðir sem unnar eru á Vesturlandabúum til aldursgreiningar annarra kynþátta. Því er haldið fram að frávik milli kynþátta séu mun minni en einstaklingsfrávik innan sama kynstofns. Til að greiningin verði sem nákvæmust eru notaðar a.m.k. þrjár aðferðir líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Fjallað er um tíu aldursgreiningar sem réttarkerfið fól höfundum á s.l. einu og hálfu ári. --- The number of young asylum seekers coming to Western countries claiming to be under the age of 18 has increased in the last decade. Human rights have been guarded for children through international regulations where the most important one is the UN Declaration of the Right of the Child. The legal system seeks assistance from forensic odontologists in age estimation for this group. Tooth formation is less disturbed by nutritional or hormonal factors than other biological growing factors and is therefore more accurate for age estimation than other measurable growth criteria in the body. Age estimation for this group is therefore most often determined from tooth formation, mainly third molars. It has been verified in several studies that the dental developmental age in one race can be used for other races with only few months deviation and there is often more deviation ...