Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Algengustu fyrirferðir í framanverðu miðmæti eru góðkynja æxli í hóstarkirtli en illkynja fyrirferðir eru líka vel þekktar. Hér er lýst tæplega sextugri konu með vaxandi kyngingaróþægindi og fyrirferð á hálsi. Tölv...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna Höskuldsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Hallgrímur Guðjónsson, Arnar Geirsson, Tómas Guðbjartsson
Other Authors: Landspítali, hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítali, almennri skurðlækningadeild, landspítali, meltingarlækningadeild
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/331754
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Algengustu fyrirferðir í framanverðu miðmæti eru góðkynja æxli í hóstarkirtli en illkynja fyrirferðir eru líka vel þekktar. Hér er lýst tæplega sextugri konu með vaxandi kyngingaróþægindi og fyrirferð á hálsi. Tölvusneiðmyndir sýndu tæplega 6 cm stóra vel afmarkaða vökvafyllta blöðru ofarlega í framanverðu miðmæti. Blaðran var fjarlægð með skurðaðgerð og reyndist vera góðkynja kalkkirtlablaðra. Kyngingareinkenni hurfu en mælingar á kalkvaka og kalsíum í sermi bæði fyrir og eftir aðgerð voru eðlilegar. Kalkkirtlablöðrur í miðmæti eru afar sjaldgæfar en innan við 100 tilfellum hefur verið lýst í heiminum. Lýst er fyrsta íslenska tilfellinu.____________________________________ The most common causes of mediastinal masses are thymomas, lymphomas and neuromas. Mediastinal cysts, such as bronchogenic cysts, which are usually benign, are less common. We report the case of a 59-year-old woman with a history of progressive dysphagia. A computed tomography scan revealed a cystic lesion in the anterior mediastinum. The cyst was surgically resected and turned out to be a benign parathyroid cyst. The patient's symptoms disappeared after surgical removal. Both the serum calcium and parathyroid hormone levels were normal before, and after surgery. Parathyroid cysts are rare lesions of the mediastinum and only around 100 cases have been reported in literature. Here we report the first case of a mediastinal parathyroid cyst in Iceland.