Heilablóðþurrð/-drep – greining og meðferð

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Á Íslandi verða um 400 einstaklingar fyrir heilablóðþurrð á ári hverju, rúmlega einn á dag. Heilablóðþurrð er bráðaástand. Talið er að um tvær milljónir heilafrumna deyi á hverri mínútu eftir að slagæð í heila loka...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ólafur Árni Sveinsson, Ólafur Kjartansson, Einar Már Valdimarsson
Other Authors: Taugadeild Karolinska sjúkrahússins, Stokkhólmi, Svíþjóð, Röntgendeild, Landspítali, Reykjavík, Iceland, Taugalækningadeild Landspítali, Reykjavík, Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/325008
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Á Íslandi verða um 400 einstaklingar fyrir heilablóðþurrð á ári hverju, rúmlega einn á dag. Heilablóðþurrð er bráðaástand. Talið er að um tvær milljónir heilafrumna deyi á hverri mínútu eftir að slagæð í heila lokast. Öllu máli skiptir að sjúklingurinn komist sem fyrst á sjúkrahús, meðal annars til segaleysandi meðferðar. Þó að segaleysandi meðferð sem gefin er allt að fjórum og hálfum tíma eftir upphaf áfalls skili árangri, minnkar gagnsemin hratt eftir því sem líður á tímann. Fyrir hverja tvo sjúklinga sem meðhöndlaðir eru innan einnar klukkustundar nær annar fullum bata en meðhöndla þarf 14 einstaklinga til að einn nái fullum bata sé lyfið gefið þremur til fjórum og hálfri klukkustund eftir upphaf einkenna. Allir sjúklingar með brátt heilablóðfall ættu að leggjast inn á heilablóðfallseiningu. Þar fer fram heildstæð og þverfagleg nálgun hvað varðar hinar fjölmörgu orsakir og afleiðingar heilablóðfalls, með áherslu á endurhæfingu. Til að koma í veg fyrir endurtekið áfall skal hefja annars stigs fyrirbyggjandi meðferð sem fyrst. Þar kemur til álita blóðflöguhemjandi meðferð, blóðþrýstingsmeðferð, lækkun blóðfitu, meðferð sykursýki, lífsstílsbreytingar, blóðþynning hjá sjúklingum með segalind í hjarta og æðaþelsbrottnámsaðgerð á hálsslagæð, þar sem það á við. Four hundred individuals suffer from ischemic stroke every year in Iceland, more than one daily. Cerebral ischemia is an emergency. Around two million brain cells die every minute after an occlusion of a cerebral artery. Therefore, it is of utmost importance that the patient is transported quickly to hospital, not least to receive thrombolytic treatment. Even though thrombolytic treatment can be given up to four and a half hours after the ictal event, time is brain and the effect of thombolysis reduces dramatically as times passes. For every two patients who are treated inside one hour, one recovers fully. When the treatment is administred between three and four and a ...