Sárasogsmeðferð - yfirlitsgrein

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Sárasogsmeðferð til að örva sárgræðslu var fyrst lýst í núverandi mynd árið 1997. Meðferðin byggir á því að undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með umbúðum og sárasugu sem tengd er við umbúðirnar. Me...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Steinn Steingrímsson, Elsa Valsdóttir, Tómas Guðbjartsson
Other Authors: Skurðsvið Landspítala, læknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/318810
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Sárasogsmeðferð til að örva sárgræðslu var fyrst lýst í núverandi mynd árið 1997. Meðferðin byggir á því að undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með umbúðum og sárasugu sem tengd er við umbúðirnar. Með þessu er sárið hreinsað og flýtt fyrir sárgræðslu. Sárasogsmeðferð hefur verið notuð hér á landi í rúman áratug en um er að ræða nýja nálgun í meðferð sára sem hefur nýst í meðferð ýmissa sjúklingahópa, meðal annars sjúklinga með útlimasár en einnig djúpar sýkingar í kviðar- og brjóstholi. Í þessari yfirlitsgrein er farið yfir ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar. Greinin er skrifuð með breiðan hóp lækna og hjúkrunarfræðinga í huga og byggð á nýjustu heimildum þar sem meðal annars er vísað til nýlegra íslenskra rannsókna. --- Negative pressure wound therapy (NPWT) is a new therapeutic option in wound healing and was first described in its present form in 1997. A vacuum source is used to create sub-atmospheric pressure in the local wound environment to promote healing. This is achieved by connecting a vacuum pump to a tube that is threaded into a wound gauze or foam filler dressing covered with a drape. This concept in wound treatment has been shown to be useful in treating different wound infections, including diabetic wounds as well as complex infections of the abdomen and thorax. NPWT has been used in Iceland for over a decade and its use is steadily increasing. This review describes the indications and outcome of NPWT and is aimed at a broad group of doctors and nurses where recent Icelandic studies on the subject are covered.