Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir of feit börn – Samantekt á niðurstöðum meðferðar og langtímaniðurstöðum við tveggja ára eftirfylgd

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Offita barna hefur aukist á undanförnum áratugum. Brýn þörf er á gagnreyndu meðferðarformi til að sporna gegn þessari þróun og meðal annarra hefur fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Epsteins mikið verið rannsökuð, en...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þrúður Gunnarsdóttir, Svavar Már Einarsson, Urður Njarðvík, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Agnes Björg Gunnarsdóttir, Tryggvi Helgason, Ragnar Bjarnason
Other Authors: Department of Pediatrics, University of Colorado, Denver, BUP dögn - enhet for ungdom, Elverum, Sykehuset Innlandet, Norge, heilbrigðisvísindasvið, menntavísindasvið Háskóla Íslands, Landspítala, Barnaspítala Hringsins, landspítala
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/314717
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Offita barna hefur aukist á undanförnum áratugum. Brýn þörf er á gagnreyndu meðferðarformi til að sporna gegn þessari þróun og meðal annarra hefur fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Epsteins mikið verið rannsökuð, en kallað hefur verið eftir rannsóknum í klínískum aðstæðum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna skammtíma- og eftirfylgdarárangur fjölskyldumiðaðrar atferlismeðferðar Epsteins í klínískum aðstæðum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Úrtakið samanstóð af 84 of feitum börnum á aldrinum 8-13 ára og einu foreldri hvers barns. Sextíu og ein fjölskylda lauk 12 vikna meðferð sem dreifðist yfir 18 vikur og var þeim þátttakendum fylgt eftir í tvö ár eftir að meðferð lauk. Fyrir og eftir meðferð var mæld hæð og þyngd barna, hreyfing, dagleg neysla ávaxta og grænmetis, blóðþrýstingur og ýmis blóðgildi. Lagðir voru fyrir börnin sjálfsmatslistar til að meta andlega líðan og félagsfærni. Hæð og þyngd foreldra var mæld fyrir og eftir meðferð og einnig svöruðu foreldrar sjálfsmatslista fyrir þunglyndi. Niðurstöður: Staðlaður líkamsþyngdarstuðull barnanna lækkaði marktækt frá upphafi til loka meðferðar (F(2,60)=110,31, p<0,001) og var árangri viðhaldið við eins (F(2,60)=1,33, p=0,253) og tveggja ára (F(2,60)= 3,19, p=0,079) eftirfylgd. Blóðþrýstingur lækkaði á meðferðartímabilinu (efri mörk: t(59)=-2,01, p<0,05, neðri mörk: t(59)=-4,00, p<0,001) og lækkun varð á insúlín- (t(22)=6,1, p<0,05), þríglýseríð- (t(22)=0,31, p<0,05) og heildarkólesterólgildum í undirúrtaki (t(22)=0,35, p<0,05). Við meðferð dró úr þunglyndis- (F(1,59)=6,67, p<0,05) og kvíðaeinkennum barnanna (F(1,57)= 4,54, p<0,05) og sjálfsmynd þeirra styrktist (F(1,59)=19,2, p<0,001). Lækkun varð á líkamsþyngdarstuðli foreldra á meðferðartímabilinu (F(1,59)= 71,54, p<0,001) en hann hækkaði aftur við eins árs eftirfylgd (F(1,59)=41,87, p<0,001). Þá dró úr þunglyndiseinkennum foreldra við meðferðina (F(1,60)= 12,93, p<0,01). --- ...