Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi árin 2002-2004. Lýsandi rannsókn.

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi á árunum 2002-2004. Skráð var lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum sem fengu lyf með tölvustýrðri skömmtun frá byrjun 2002 til loka 2004. Upplýsingar fengust fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Hansdóttir, Pétur G Guðmannsson
Other Authors: Lyflækningasvið Landspítali Landakot, Rattsmedicinalverket, Linköping Svíþjóð
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/305497
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi á árunum 2002-2004. Skráð var lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum sem fengu lyf með tölvustýrðri skömmtun frá byrjun 2002 til loka 2004. Upplýsingar fengust frá 10 hjúkrunarheimilum um alls 1409 einstaklinga, eða um 60% allra vistmanna hjúkrunarheimila á landinu. Konur voru 65% af úrtakinu, meðalaldur var 83 ár og 43% létust á rannsóknartímanum. Fjöldi lyfjaávísana á einstakling var skráður, auk þess sem skoðaður var fjöldi ávísana lyfja sem notuð eru við algengum langvinnum sjúkdómum og einkennum. Heildarfjöldi lyfja notaðra að staðaldri var 8,9 (±4,0) í byrjun rannsóknar og jókst í 9,9 (±4,3) undir lok rannsóknar. Konur fengu einu lyfi meira en karlar að meðaltali (p<0,001). 56,2% kvenna og 47% karla fengu fleiri en 10 lyf við lok rannsóknar. Konur fengu fleiri geðlyf en karlar fleiri hjarta-, æða- og segavarnarlyf. 82% íbúa tóku að staðaldri einhver geðlyf, 65% tóku róandi lyf eða svefnlyf, 50% þunglyndislyf og 20% geðrofslyf. Um 15% í viðbót fengu geðrofslyf tímabundið. Flest lyf voru í stöðugri notkun yfir rannsóknartímann, sérstaklega lyf við hjarta- og æðasjúkdómum. Lyf við þvagleka, bólgueyðandi gigtarlyf, beinstyrkjandi lyf og lyf við Alzheimerssjúkdómi voru oftar notuð tímabundið en að staðaldri. Lyf sem voru í fastri notkun hjá meira en 40% einstaklinganna voru kvíða- og svefnlyf, þunglyndislyf, paracetamól, þvagræsilyf og D-vítamín. Lyfjanotkun er mikil á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Flest lyf voru þegar í notkun í byrjun rannsóknar eða við komu á hjúkrunarheimili og héldust óbreytt yfir rannsóknartímann, sem vekur spurningu um hvort lyfjalisti sé nægilega endurskoðaður í samræmi við aðstæður, vilja og horfur einstaklinganna. Engar vísbendingar voru um vanmeðhöndlun verkja og þunglyndis. Þrátt fyrir að D-vítamín sé mikið notað ætti notkun þess að vera meiri, ekki síður meðal karla en kvenna. --- To describe medication use in nursing homes in Iceland during ...