Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða þjónustu: þýðing og staðfræðsla með ígrunduðum samtölum.

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Lítið er um að matstæki séu þróuð sérstaklega fyrir íslenskaraðstæður og þeim mun algengara að rannsakendur þýði þauog staðfæri miðað við þarfir íslenskra notenda. Hér á landi eroftast notuð annaðhvort aðferðin þý...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sólrún Óladóttir, Guðrún Pálmadóttir
Other Authors: Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/305207
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Lítið er um að matstæki séu þróuð sérstaklega fyrir íslenskaraðstæður og þeim mun algengara að rannsakendur þýði þauog staðfæri miðað við þarfir íslenskra notenda. Hér á landi eroftast notuð annaðhvort aðferðin þýðing-bakþýðing eða rýnisérfræðihóps. Báðar aðferðirnar hafa sætt gagnrýni, meðalannars vegna þess að hvorug þeirra gerir ráð fyrir aðkomuhópsins sem kemur til með að bregðast við matstækinu aðþýðingar- og staðfærsluferlinu. Í þessari rannsókn var aðferðinígrunduð samtöl notuð til að þýða og staðfæra spurningalistatil að meta að hvaða marki þjónusta er skjólstæðingsmiðuð.Tilgangur ígrunduðu samtalanna var að tryggja að þeir semsvöruðu listanum skildu spurningar hans á sama hátt og aðskilningur þeirra væri sá sami og rannsakendur höfðu gert ráðfyrir. Eftir að gerð hafði verið frumþýðing á spurningalistanumvoru tekin þrettán ígrunduð samtöl í tveimur umferðum viðellefu viðmælendur sem höfðu þegið þjónustu á geðdeildSjúkrahússins á Akureyri. Þátttakendur voru spurðir um innihald36 spurninga og í kjölfar viðtalanna voru gerðar breytingar áorðalagi átján þeirra og fimm spurningar teknar út. Að þessuloknu var innri áreiðanleiki spurningalistans kannaður með þvíað leggja hann fyrir 30 þátttakendur. Innri áreiðanleiki reyndistvera 0,93 fyrir listann í heild og 0,62-0,86 fyrir undirflokkahans. Þýðing matstækja yfir á annað tungumál er vandasamtverk og auðvelt að misskilja hugtök og merkingu þess semverið er að þýða. Með því að hafa skjólstæðingana með íþýðingar- og staðfærsluferlinu er hægt að fyrirbyggja slíkt aðstórum hluta og stuðla þar með að réttmæti matstækisins.Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ígrunduð samtölséu gagnleg aðferð fyrir rannsakendur sem vilja tileinka sérskjólstæðingsmiðaðar aðferðir við þýðingu og staðfærslumatstækja. --- Translating and adapting foreign assessment tools to Icelandiccontext is a common practice. The most prevalent ways ofaccomplishing this are the “translation and back ...